fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Viðbjóður í Víðinesi – Saur fastur í dúk og mygla í lofti – Þrif og viðhald borgarinnar í lamasessi

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 10. maí 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ár er síðan húsnæðislausu fólk sem dvaldi á tjaldsvæðinu í Laugardal var hvatt til að flytja inn í herbergi í Víðinesi. Um helmingur þáði það en margt hefur farið úr skorðum og flutningurinn virðist hafa verið gerður í flýti. „Þetta er eins og geymsla sem enginn nennir að taka til í,“ sagði gestur hjá einum íbúanum sem tekið hefur að sér að elda fyrir nokkra íbúa. Í dag eru níu einstaklingar í Víðinesi.

Sumir mannanna eru sáttir við vistina í Víðinesi, eins og Svanur Elíasson sem DV ræddi við þann 5. apríl síðastliðinn. En aðrir síður og ástandið er mjög misjafnt eftir göngunum. Svanur býr á minni ganginum sem er mun betur hirtur en sá stærri. Líkt og aðrir kvartaði Svanur þó yfir þeirri óvissu sem ríkir um staðinn.

Þrif eru lamasessi, vegurinn slæmur, rafmagnið stopult, nagdýr plaga íbúana og ekkert fyrir þá að gera. Þar að auki vita íbúarnir ekki hverjar framtíðarhorfurnar eru á staðnum því ákvörðun borgarinnar liggur ekki fyrir þó langt sé um liðið.

Sigurlaug Guðný Ingólfsdóttir fer fyrir Kærleikssamtökunum, sem hafa þann tilgang að vinna með einstaklingum sem hafa orðið fyrir áföllum í lífinu og ná sér ekki aftur á strik. Hún, ásamt öðrum í samtökunum, hefur krafið borgina um svör og boðið fram aðstoð samtakanna, en fengið litlar undirtektir. DV ræddi við Sigurlaugu og Sigþrúði Erlu Arnardóttur hjá Reykjavíkurborg um málið.

Þetta er brot úr stærri umfjöllun í helgarblaði DV.

 

Eldhúsið
Saur fastur í gólfdúknum.

Mannlegur úrgangur fastur í dúknum

Víðines var first um sinn hjúkrunarheimili fyrir heilabilaða, um tíma var það áfangaheimili fyrir áfengissjúklinga og síðast bjuggu þar hælisleitendur. Þegar blaðamaður kom inn á stærri ganginn í Víðinesi var þar mjög óþrifalegt, svo vægt sé tekið til orða, og fólki ekki bjóðandi. Stór ástæða fyrir þessu er að í september síðastliðnum brast rotþró og mannlegur úrgangur flæddi upp um öll ræsi, vaska og salerni. Skömmu síðar komu starfsmenn velferðarsviðs og kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar til þess að kanna aðstæður og þurftu að halda fyrir vit sér vegna ólyktar. Var íbúunum sagt að þrífa, og segjast þeir hafa reynt hvað þeir gátu en úrgangurinn er fastur í dúknum.

Fyrir síðustu jól komu starfsmenn ræstingafyrirtækis með stóra vél en jafnvel hún dugði ekki til að fjarlægja úrganginn. Enn þá sjást mikil ummerki þess sem gerðist á gólfunum og innréttingum á baðherbergi og eldhúsi. Gólfdúkurinn er ónýtur. Auðsjáanlegt er að rífa þyrfti allt inni í þessum herbergjum og leggja nýjan dúk og innréttingar.

 

Sturtan
Mygla kom í gegnum málningu.

Mygla í lofti

Mygla er eitt af vandamálunum í Víðinesi. Sérstaklega er hún áberandi á baðherbergi þar sem íbúar hafa sturtuaðstöðu. Einn telur að málað hafi verið yfir mygluna áður en núverandi íbúar komu þangað. Íbúarnir hafa nú dvalið þarna í um það bil ár og hafa sumir þeirra fundið fyrir einkennum; öndunarfæravandamálum, lungnabólgu, svima, húðvandamálum og slappleika sem þeir kannast ekki við að hafa haft áður. Ekki er þó hægt að fullyrða að svo stöddu að það sé vegna myglunnar, en mygla getur haft mjög slæm áhrif á heilsu fólks. Hafa ber í huga að flestir íbúanna eru ekki í fastri vinnu og Víðines mjög afskekkt. Verja íbúarnir því jafnan mjög miklum tíma innandyra  þar.

 

Rottur og rafmagnsleysi

Návígið við sorphaugana gerir það að verkum að nagdýr eru daglegir gestir í Víðinesi. Mýsnar koma inn í húsið og komast auðveldlega inn í þröskuldalaus herbergin. Naga þær allt og éta það sem tönn á festir, mat og fatnað. Á svæðinu um kring halda til rottur, sumar á stærð við ketti að sögn íbúa.

Annað sem er bagalegt fyrir íbúana er rafmagns- og eldvarnakerfið. Rafmagnið dettur út og inn og eldvarnakerfið sömuleiðis. Í eitt skipti hefur komið upp eldur herbergi, í ruslagám fyrir utan húsið og gátu íbúar ekki slökkt eldinn með slökkvitæki því það var tómt. Hefur það ekki verið fyllt síðan. En eldvarnakerfið ýlir í tíma og ótíma.

Sigþrúður Erla segir viðhald eignarinnar vera á höndum umhverfis- og skipulagssviðs:

„Rafmagni sló út tvívegis vegna eldingaveðurs og brann þá yfir tengibox á vegum Orku náttúrunnar. Nú hefur verið skipt um það og ætti rafmagn því að vera í lagi.“

Rafmagnið datt stuttlega út á meðan blaðamaður DV heimsótti Víðines.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv