fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Fréttir

Starfaði hjá Innheimtustofnun: „Þetta snerist um yfirgang, stjórnsemi, drottnun og að lokum útskúfun“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. apríl 2019 08:30

Útibúið á Ísafirði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir fyrrverandi starfsmenn Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafa stigið fram og lýst reynslu sinni af stofnuninni. Allt eru þetta konur – þær XXXXXX, XXXXXXX, Guðríður Kristjánsdóttir og Daðína Helgadóttir. Andlegt ofbeldi, einelti, ógnarstjórnun, yfirgangur gegn konum, margföld trúnaðarbrot og furðuleg afskipti af einkalífi eru meðal ásakana sem bornar eru á stjórnendur.

Þetta er brot úr stærri umfjöllun í helgarblaði DV.

 

Segir að farið hafi verið í tölvupóstinn hennar og rótað í skrifborðinu

„Mín saga er lengri og stærri en hinna vegna þess að ólíkt hinum konunum var ég staðráðin í að láta þennan mann ekki vaða yfir mig,“ segir XXXXXX. Í byrjun árs 2018 segist hún hafa upplifað mikla breytingu á hegðun forstöðumannsins í hennar garð á vinnustaðnum. „Það kom til dæmis fram í því að hann gekk út af kaffistofunni ef ég kom þangað inn og fleira af slíku tagi. Ég var greinilega fallin í ónáð og af fyrri reynslu vissi ég að farið var af stað ferli sem yrði ekki stöðvað og gæti bara endað á einn hátt.“ Þess skal getið að XXXXX og forstöðumaðurinn þekktust vel og voru góðir vinir eins og flestir starfsmenn útibúsins á Ísafirði, enda um lítið samfélag að ræða. „Við vorum nágrannar og vinskapur okkar náði langt aftur.“

Hluti af þessari sögu varða atburði í einkalífi XXXXX sem áttu sér stað um sama leyti: „Ég á son sem var í mikilli neyslu um þetta leyti og rétt eftir áramótin fékk ég tilkynningu um að hann væri á milli heims og helju á sjúkrahúsi. Ég upplýsi það fúslega hér að ég fékk taugaáfall vegna þessa og fór til læknis sem fyrirskipaði tveggja vikna veikindaleyfi. Á þeim tíma kom ég drengnum mínum í meðferð til Svíþjóðar. Ég sendi tölvupóst á allar vinkonur mínar í vinnunni – þennan góða hóp – og lét þær vita að ég yrði frá í tvær vikur.

Á þessum tíma fékk ég tilkynningu um það í símann að það hefði verið farið í tölvupóstinn minn. Ég hafði samband við kerfisstjórann og sagði að það væri búið að hakka tölvupóstinn minn. Þegar ég hafði samband við forstöðumanninn viðurkenndi hann að hafa farið í póstinn til að setja inn tilkynningu um að ég væri í veikindaleyfi. En ég hafði sjálf sett inn slíka tilkynningu.“

Þegar XXXXX kom til baka úr veikindaleyfinu í febrúar kom í ljós að hún hafði misst prókúru inni í einkabanka stofnunarinnar og innkaupaverkefni á veitingum fyrir starfsmenn hafði verið tekið af henni. Þegar hún innti forstöðumanninn eftir því hverju þetta sætti, svaraði hann því til að hann hefði viljað minnka á henni álagið. Hún sagði honum að ef það þyrfti að létta af henni álagi myndi hún hún segja honum það sjálf.

XXXXXX upplifði undarlegan kulda í samskiptum á vinnustaðnum. Hún bauð einni samstarfskonu að hitta sig utan vinnu til að spyrja hana hvað væri að. Vinkonan svaraði henni með þessum orðum: „Haltu bara þínu striki.“ Segir Braga að á milli þeirra hafi ríkt þögull, gagnkvæmur skilningur á því að hið kunnuglega mynstur útskúfunar og meðfylgjandi þöggunar væri nú orðið hlutskipti hennar.

„Félagsleg útskúfun í vinnunni magnaðist en gat jafnvel orðið spaugileg. Eitt mjög sérstakt dæmi var þegar forstöðumaðurinn keypti pítsu handa öllu starfsfólkinu í hádeginu og kallaði síðan hvert og eitt okkar upp með nafni til að fá sinn skammt. En hann kallaði ekki upp nafn mitt. Ég tók þetta ekki nærri mér, það var of hlægilegt til þess. En þetta segir mikið um aðferðirnar og ógnarstjórnina á vinnustaðnum. Oft fólst ofbeldið í hundsun, en einnig í því að forstöðumaðurinn skaut á mig meiðandi athugasemdum fyrir framan aðra starfsmenn.“

 

Kvörtun til forstjórans kornið sem fyllti mælinn

Þann 20. febrúar 2018, eða ellefu dögum eftir að XXXXX kom úr veikindaleyfinu, sendi hún kvörtunarbréf vegna hegðunar forstöðumannsins til forstjóra stofnunarinnar. Forstjórinn svaraði með því að vísa erindinu til forstöðumannsins. „Með öðrum orðum: Trúnaður var ekki virtur og forstöðumaðurinn átti að vera dómari í eigin sök. Það þurfti ekki að bíða lengi eftir viðbrögðum forstöðumannsins, sem kallaði mig inn til sín samdægurs og lýsti yfir mikilli reiði yfir kvörtuninni,“ segir XXXXX.

Gekk nú á um skeið með togstreitu þar sem XXXXXX segir að forstöðumaðurinn hafi viljað hana út af vinnustaðnum, vildi að hún segði upp að eigin ósk – en þó í raun nauðbeygð – en XXXXX segist hafa neitað að gera það. Hún segir að einu sinni hafi forstöðumaðurinn misst þolinmæðina og hvæst á hana: „Þá leggjum við bara starfið þitt niður.“

„En þetta er opinber stofnun, hann getur ekki bara lagt störf hjá hinu opinbera niður að eigin geðþótta,“ segir XXXXXX.

„Þetta var bara skólabókardæmi um kynbundið ofbeldi og einelti á vinnustað. Þetta snerist um yfirgang, stjórnsemi, drottnun og að lokum útskúfun,“ segir XXXXX.

XXXXXX leitaði til stjórnar Innheimtustofnunar sveitarfélaga um liðsinni í málinu, en án árangurs að hennar sögn. Hún fékk einnig viðtal við forstjóra stofnunarinnar í Reykjavík og reyndi að útskýra hvað væri í gangi, en hún segir að forstjórinn hafi ekki verið reiðubúinn til að hlusta á hennar hlið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Rafrænt bingó fyrir eldri borgara – Margir hafa saknað þess að spila bingó

Rafrænt bingó fyrir eldri borgara – Margir hafa saknað þess að spila bingó
Fréttir
Í gær

„Hversu mörg mannslíf munu sóttvarnaraðgerðir og dýpkun efnahagslægðarinnar sem þær valda kosta?“

„Hversu mörg mannslíf munu sóttvarnaraðgerðir og dýpkun efnahagslægðarinnar sem þær valda kosta?“
Fréttir
Í gær

Fáséð að sálfræðingar gerist sekir um eins mikla vanþekkingu – „Særandi, niðrandi og beinlínis skaðleg“

Fáséð að sálfræðingar gerist sekir um eins mikla vanþekkingu – „Særandi, niðrandi og beinlínis skaðleg“
Fréttir
Í gær

Segir þátt Samherja brjóta eina helstu siðareglu blaðamanna – „Hverskonar vitleysa er þetta?“

Segir þátt Samherja brjóta eina helstu siðareglu blaðamanna – „Hverskonar vitleysa er þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur líklegt að viðmælandi hafi boðið sér mútur

Telur líklegt að viðmælandi hafi boðið sér mútur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglurannsókn vegna gjaldþrots Farvel – Segir Ferðamálastofu hafa sýnt linkind

Lögreglurannsókn vegna gjaldþrots Farvel – Segir Ferðamálastofu hafa sýnt linkind
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skýrsla eða ekki skýrsla: Verðlagsstofa staðfestir að hafa tekið saman upplýsingarnar

Skýrsla eða ekki skýrsla: Verðlagsstofa staðfestir að hafa tekið saman upplýsingarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigur og ósigur Gylfa – Landsréttur snýr við frávísun í kynferðisbrotamáli sálfræðings

Sigur og ósigur Gylfa – Landsréttur snýr við frávísun í kynferðisbrotamáli sálfræðings