fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024

Flosnaði upp úr námi vegna stærðfræðinnar: „Ég vildi bara fá frið“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. mars 2018 18:53

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við hættum með hvort með öðru, ég og skólinn,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörin formaður Eflingar stéttarfélags en hún flosnaði upp úr námi á unglingsárum. Ástæðan var að hennar sögn sú að hún passaði ekki inn í hið hefðbunda íslenska skólakerfi þar sem öllum er steypt í sama mót. Í raun hafi skólakerfið hafnað henni. Þetta kom fram í viðtali við sjónvarpsþáttinn Mannamál á dögunum.

Ótrúleg grimmd gagnvart ómenntuðum á Íslandi

Sólveig Anna kom eins og stormsveipur fram á sjónarsviðið í verkalýðsbaráttunni í lok janúar með framboði sínu til formanns Eflingar. Hún hefur talað tæpitungulaust um stöðu verkafólks í íslensku samfélagi og verkalýðsforingjana sem hún telur hafa gengið í lið með fjármálaöflunum. Sjálf er Sólveig ómenntuð verkakona. Í viðtali við DV í febrúar síðastliðnum sagði Sólveig að hún hefði aldrei lokið stúdentsprófi.

„Ég flosnaði bara upp úr námi, þegar ég var unglingur var ég bæði þunglynd og kvíðin, það var meginástæða þess að ég hætti í skóla. Ég fann mig bara aldrei í skóla, það var bara ekki staður fyrir mig.“

Á öðrum stað í viðtalinu lét hún þessi orð falla:

„Það er ótrúleg grimmd í íslensku samfélagi gagnvart fólki sem hefur af einhverjum ástæðum ekki lokið námi. Ástæðurnar eru margvíslegar, geðræn vandamál, fátækt á heimilum, neysla. Þessi grimmilega láglaunastefna gagnvart ómenntuðu fólki er eitthvað svo sjúk, hugsaðu þér, það á að refsa fólki alla ævi fyrir það að hlutirnir gengu illa á unglingsárunum. Það er eins konar kvalalosti í samfélaginu, að láta fólk skrimta alla ævi á launum sem eru ekki boðleg fólki.“

Vildi bara fá frið

Í samtali við Mannamál lýsir Sólveig Anna því hvernig henni gekk ávallt vel í bókfögum og fékk til að mynda góðar einkunnir fyrir ritgerðir. Þegar kom að stærðfræði var hins vegar allt annað uppi á teningnum og þegar hún kom í gagnfræðiskóla varð námið henni um megn.

„En svo fæ ég einmitt þessar hörmulegu einkunnir alltaf í stærðfræði. Og á einhverjum tímapunkti þá er bara ekkert hægt að vinna það upp á aftur. Og þá gefst ég eiginlega bara upp. Ég er orðin það gömul að á þessum tíma voru engin sértæk úrræði og það var ekkert gert til að koma til móts við mig,“

segir Sólveig og bætir við að hún væri eflaust mjög nálægt því að fá einhvers konar greiningu í dag.

Hún kveðst jafnframt hafa reynt þrisvar sinnum að hefja nám til stúdentsprófs en það hafi reynst henni ógerlegt.

„Svo bara hætti ég. Hætti að vilja og vildi bara fá frið,“ segir hún og bætir við: „Ef það er alltaf eitthvað sem maður neyðist til að prófa aftur og aftur og manni mistekst það alltaf, það náttúrulega fyllir mann beyg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Gullverðið þýtur upp og þar eiga Kínverjar stóran hlut að máli

Gullverðið þýtur upp og þar eiga Kínverjar stóran hlut að máli
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United búið að funda með Sancho og endurkoma er í kortunum

United búið að funda með Sancho og endurkoma er í kortunum
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn