fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025

Fimm hlutir sem þú átt að gera á kjördag

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 26. maí 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun ganga Íslendingar að kjörklefunum og þá er mikilvægt að vera góðborgari, landi og þjóð til sóma. Mikilvægt er einnig að hafa ánægju af því að vera virkur lýðræðisþegn. DV tók saman nokkrar grundvallarreglur um hvernig á að haga sér á kjördag.

 

Ekki taka barnið þitt með þér í kjörklefann eins og Logi gerði. Jafnvel þó það sé betur gefið en þú og hafi betri skilning á þörfum borgarinnar.

Ekki kúka í kjörklefanum og skeina þér með seðlinum. Jájá, þetta var mikið pönk á sínum tíma en líka viðbjóðslegt og við viljum öll gleyma þessu.

Ekki taka mynd af kjörseðlinum og birta hana á samfélagsmiðlum eins og borgarfulltrúinn Björk Vilhelmsdóttir gerði. Hún reyndi að eyða þessu en internetið gleymir aldrei.

Hugsaðu þig hundrað sinnum um áður en þú setur x við Karlalistann eða Íslensku þjóðfylkinguna. Viltu þetta í alvörunni?

Þorvaldur Þorvaldsson. Trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar.

Vandaðu valið á kosningapartíi. Það verður stuð og vel veitt til dæmis hjá Pírötum, Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Miðflokki. Ekki viltu eyða kvöldinu í að spila Vist heima hjá Albaníu-Valda?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni