fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Útsendari Trump leggur til að Úkraínu verði skipt í tvennt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 18:30

Úkraínski fáninn blaktir nærri Lyman. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keith Kellogg, sérstakur útsendari Donald Trump í málefnum Úkraínu, leggur til að Úkraínu verði skipt í tvennt við Dnipro ána frá Svartahafi að borginni Zaporizjzja. Hlutlaust svæði á að vera þar sem víglínan er núna.

Þetta sagði hann í samtali við The Times og skýrir þar hugsanlega frá sýn Trump á framtíð Úkraínu.

Hugmyndin er sótt í skiptingu Þýskalands og Berlínar eftir síðari heimsstyrjöldina. „Þetta gæti líkst því sem gerðist í Berlín eftir síðari heimsstyrjöldina, þar sem voru rússneskt svæði, franskt svæði, breskt svæði og bandarískt svæði,“ sagði Kellogg.

Bandaríkin hafa reynt að koma á friði í Úkraínu síðustu tvo mánuði en eins og kunnugt er þá sagði Trump ítrekað í kosningabaráttunni á síðasta ári að hann gæti komið á friði í Úkraínu á fyrstu 24 klukkustundum sínum í Hvíta húsinu. Nú eru þó liðnar gott betur en 24 klukkustundir og ekki að sjá að friður sé í augsýn. Vladímír Pútín, Rússlandsforseti og að margra mati vinur Trump, virðist ekki hafa mikinn á huga á að semja um frið.

The Times sagði að ummæli Kellogg veiti „bestu innsýnina“ í framtíðarsýn Trump fyrir Úkraínu til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið