fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
FréttirPressan

Marie hvarf í Suður-Afríku – Enginn veit hvað varð af henni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. maí 2018 07:45

Marie Sæther Østbø

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að kvöldi 18. apríl síðastliðins hvarf hin tvítuga Marie Sæther Østbø þar sem hún var á ferðalagi í Suður-Afríku. Síðast sást til ferða hennar þar sem hún var á leið til Myoli Beach í Sedgefield. Eftir það er ekkert vitað um ferðir hennar eða hvað varð af henni.

Marie hafði verið í Sedgefield í tvo daga þegar hún hvarf. Nú eru um tvær vikur síðan tilkynnt var um hvarf hennar en lögreglan er engu nær um hvað varð um þessa tvítugu konu frá Stavanger.

Dagbladet hefur eftir Malcolm Poije, lögreglufulltrúa í Sedgefield, að enginn liggi undir grun í málinu og að lögregluna gruni ekki að neitt glæpsamlegt hafi átt sér stað, engin gögn bendi til þess.

„En við útilokum ekki neitt og fylgjum öllum vísbendingum eftir.“

Sagði hann.

Sedgefield er á milli Höfðaborgar og Port Elizabeth og er talinn vera nokkuð öruggur bær en þar búa um 8.000 manns.

Vinnur út frá tveimur kenningum

Það er því enn algjör ráðgáta hvað varð um Marie að kvöldi 18. apríl þegar hún var á leið á ströndina. Lögreglan hefur fengið myndbandsupptöku þar sem Marie sést á leið niður á strönd þetta kvöld.

Dagbladet hefur eftir föður hennar að lögreglan vinni út frá tveimur kenningum.

Önnur er að Marie hafi farið á ströndina til að fá sér sundsprett en hafi lent í slysi.

Hin kenningin er að henni hafi verið rænt en fjölskyldu hennar finnst það líklegasta kenningin þar sem Marie er góð sundkona.

Á ströndinni, nokkur hundruð metra frá hótelinu sem Marie bjó á ásamt félögum sínum, fann lögreglan síma og skó sem tilheyra Marie. Þar fannst einnig derhúfa en ekki hefur fengist skorið úr hvort hún hafi tilheyrt Marie.

Fjölskylda Marie bíður áhyggjufull heima í Stavangri og getur fátt gert nema vonast eftir góðum fréttum.

Lögreglan í Sedgefield hefur notað hunda, kafara, báta og dróna við leitina að Marie en án árangurs fram að þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað