fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
FréttirPressan

Finnar hætta greiðslu borgaralauna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 07:00

Frá Helsinki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta greiðslu borgaralauna. Það var í janúar á síðasta ári sem tilkynnt var að gerð yrði tilraun til tveggja ára með að greiða fólki svokölluð borgaralaun. 2.000 atvinnulausir einstaklingar á aldrinum 25 til 58 voru valdir af handahófi til þátttöku í tilrauninni. Fólkið fær greiddar 560 evrur á mánuði frá hinu opinbera og mun fá þær greiðslur þar til í janúar á næsta ári þegar tilraunin endar.

Tilraunin var hugsuð sem hugsanleg lausn á framtíðarvanda sem margir telja óumflýjanlega samhliða aukinni vélvæðingu og þar með fækkun starfa og vaxandi ójöfnuðar. Tilraun Finna hefur vakið mikla athygli og margir bundu miklar vonir við hana og áhrif hennar á félagslegt öryggi og velferðarkerfi framtíðarinnar. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, og Elon Muxk, stofnandi Tesla og SpaceX, voru meðal þeirra sem studdu tilraunina.

Hugmyndin á bak við borgaralaunin var að ef þau yrðu tekin varanlega upp myndu allir, ekki bara þeir sem eru atvinnulausir, fá greidda sömu upphæð frá hinu opinbera mánaðarlega. Stuðningsmenn tilraunarinnar segja að með þessum hætti sé hægt að takast á við fátækt og misskiptingu og að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af að ná ekki endum saman. Þeir segja einnig að þetta muni hvetja atvinnulausa til að finna sér vinnu.

Finnska ríkisstjórnin hefur hafnað beiðni finnsku almannatrygginganna um aukið fjármagn í tilraunina þannig að hægt verði að halda henni áfram og því endar hún eftir tæpt ár.

Olli Kangas, rannsakandi hjá almannatryggingunum, sagði í samtali við YLE að tilraunin þurfi að standa lengur yfir áður en hægt verður að leggja mat á árangurinn. Þetta sé stór og umfangsmikil tilraun og tveggja ára tilraunatími sé of stuttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Í gær

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi