fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Tugir ferðamanna létust í rútuslysi í Norður-Kóreu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. apríl 2018 04:45

Frá Norður-Kóreu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 30 manns létust í rútuslysi í Norður-Kóreu í gærkvöldi. Kínverska utanríkisráðuneytið skýrði frá þessu í dag en talið er að flestir ef ekki allir ferðamennirnir í rútunni hafi verið frá Kína. Norður-Kórea er vinsæll áfangastaður kínverskra ferðamanna.

Óstaðfestar fregnir herma að rútunni hafi verið ekið út af brú og hafi hrapað niður. Slysið átti sér stað í Hwangha héraði. Kínverskir stjórnarerindrekar eru á leið á slysstaðinn.

Kínverska ríkissjónvarpið sagði á Twitter í morgun að um ferðamannarútu hafi verið að ræða og að hún hafi hrapað fram af brú. Þá kom fram að minnst 30 hafi látist. Færslunni var síðan eytt og stjórnvöld hafa ekki viljað staðfesta þetta.

Hwangha héraðið liggur að Suður-Kóreu og þar er borgin Kaesong sem var höfuðborg kóreska konungsríkisins Goryeo.

Talið er að ferðamannaiðnaðurinn færi Norður-Kóreu 44 milljónir dollara í tekjur á ári. Um 80 prósent allra erlendra ferðamanna, sem heimsækja landið, eru frá Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“