fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Sænska lögreglan skaut mann til bana nú í morgun

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. apríl 2018 05:12

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska lögreglan skaut mann til bana nú í morgunsárið. Lögreglan var kölluð að fjölbýlishúsi í Skärholmen, sem er sunnan við Stokkhólm, á fimmta tímanum í morgun en tilkynnt var að verið væri að misþyrma konu í íbúðinni. Þegar lögreglumenn komu á vettvang tók maður, vopnaður hnífi, á móti þeim og var hann að misþyrma konunni. Talsmaður lögreglunnar sagði að lögreglumenn hafi neyðst til að beita skotvopnum gegn manninum til að stöðva hann.

Aftonbladet skýrir frá þessu. Fram kemur að sjúkraflutningsmenn hafi strax hafist handa við að sinna manninum. Klukkan 06.20 að staðartíma tilkynnti lögreglan að maðurinn hefði verið úrskurðaður látinn.

Konan var flutt á sjúkrahús en hún er alvarlega slösuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt