fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
FréttirPressan

Afstaða Svía til flóttamanna hefur breyst mikið á þremur árum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. apríl 2018 16:30

Flóttamenn í Svíþjóð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 4 af hverjum 10 Svíum telja að taka eigi við mun færri flóttamönnum en nú er gert. Þetta eru tvöfalt fleiri en voru þessarar skoðunar 2015. Þegar flóttamannastraumurinn til Evrópu var í hámarki 2015 töldu 2 af hverjum 10 Svíum að herða þyrfti lög og reglur er varða flóttamenn og móttöku þeirra. 26 prósent vildu þá opna hliðin enn betur og gera enn betur við flóttamenn.

En nú hefur staðan breyst og það þrátt fyrir að Svíar hafi hert reglurnar töluvert. Mun færri flóttamenn leita nú til Svíþjóðar en samt sem áður telja 4 af hverjum 10 að taka eigi á móti mun færri flóttamönnum. Þá sögðu 19 prósent aðspurðra að þeir vilji taka á móti aðeins færri flóttamönnum. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem var gerð fyrir Dagens Nyheter. Aðeins 12 prósent vilja rýmri löggjöf á þessu sviði.

39 prósent telja að það gangi mjög illa að aðlaga innflytjendur að sænsku samfélagi en 2015 voru 19 prósent þessarar skoðunar. 7 prósent telja að aðlögunin gangi vel.

Dagens Nyheter hefur eftir Marie Demker, stjórnmálafræðiprófessor við Gautaborgarháskóla, að þetta sé mikil breyting á skömmum tíma.

David Ahlin, hjá Ipsos sem sá um gerð könnunarinnar, segir að líta verði á niðurstöðurnar í evrópsku samhengi. Fólk setji nú spurningarmerki við frjálsa för fólk og rétt hælisleitenda. Vindarnir blási nú í þjóðernissinnaðar áttir og það hafi áhrif á fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar
Pressan
Í gær

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns