fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 08:00

Hólshraun 7 í Hafnarfirði. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýsk kona á sextugsaldri, og tveir erlendir karlmenn á fertugsaldri, sem eru búsettir hér á landi, hafa verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnabrot.

Eru þremenningarnir sökuð um að hafa staðið að innflutningi á 15 kg af ketamíni og 5 kg af MDMA kristöllum hingað til lands. Efnin voru falin í bíl sem fluttur var hingað frá Hollandi. Voru efnin í 20 pakkningum í tveimur leynihólfum undir framsætum bílsins. Fundust efnin í iðnaðarbili í Hólshrauni 7 í Hafnarfriði þann 19. september 2025 en þar voru öll þrjú ákærðu handtekin er þau voru að flytja efnin úr bílnum.

Það var þýska konan sem kom með efnin til landsins frá Hollandi. Tók hún ferjuna Norrænu til Seyðisfjarðar og ók þaðan til Hafnarfjarðar. Hún hitti annan meðákærða við Fjarðarkaup, Hólshrauni 1 í Hafnarfirði, og tók við 290 þúsund krónum í reiðufré frá honum. Þaðan ók hún bílnum að Hólshrauni 7, þar sem fólkið var handtekið, eins og áður var lýst.

Karlmönnunum tveimur er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um innflutning á efnunum og greiddi annar þeirra óþekktum manni fyrir þau í gegnum reikning sinn hjá erlendu fjármálafyrirtæki.

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness næstkomandi fimmtudag, þann 8. janúar. Miðað magn fíkniefnanna og dómafordæmi má búast við því að ákærðu verði dæmd í margra ára fangelsi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu
Fréttir
Í gær

Skipulagsbreytingar hjá Klöppum

Skipulagsbreytingar hjá Klöppum
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir nauðgun á Norðurlandi vestra

Ákærður fyrir nauðgun á Norðurlandi vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“