fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 08:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sorglega staðreyndin er, að af öllum þeim áramótaheitum sem nefnd voru er þetta sennilega það óraunhæfasta af þeim öllum,“ segir Ögmundur Ísak Ögmundsson í aðsendri grein á vef Vísis.

Þar segir hann frá skemmtilegu jólaboði sem hann fór í yfir hátíðirnar þar sem til umræðu voru hin ýmsu áramótaheit fólks fyrir nýja árið. Eins og gengur segir Ögmundur að þar hafi verið nefnd ýmis misraunhæf markmið og væntingar sem fólk hefur til ársins.

„Við borðið var fólk á öllum aldri, en þegar röðin kom að ungu pari við borðið sögðu þau samhljóma „Ætli það sé ekki bara að reyna að fá leikskólapláss“.

Ögmundur, sem er fjölskyldufaðir, íbúi í Reykjavík og formaður félags Sjálfstæðismanna í Langholtshverfi, segir að því miður sé um óraunhæft markmið að ræða og lýsir hann eigin reynslu hvað það varðar.

„Þetta unga par býr í Reykjavík eins og undirritaður og því minnti þetta áramótaheit mig óneitanlega á tilfinningu sem ég þekki vel og ekki af góðu. Ég og konan mín vorum í nákvæmlega þessum sporum fyrir sjö árum síðan og aftur fyrir þremur árum síðan, að fá ekki leikskólapláss fyrr en löngu eftir að fæðingarorlof kláraðist með tilheyrandi óvissu og púsluspili. Það á ekki að vera hausverkur foreldra að finna út úr því hvernig skuli brúa bilið,“ segir hann.

Hann segir að meirihlutinn í Reykjavík hafi í allt of langan tíma ekki tekist að finna lausnir.

„Síðustu tvö kjörtímabil hef ég fylgst vel með málum hér í borginni og sérstaklega umræðu um leikskólamálin sem sprettur upp reglulega. Þeir sem hafa talað máli foreldra og mótmælt stöðunni eiga þar mikið hrós skilið. Sérstaklega ber að hrósa þeim foreldrum sem hafa staðið fyrir ýmsum aðgerðum til að vekja athygli á slæmri stöðu mála,“ segir hann.

Hann segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn hafi í lengri tíma talað fyrir ýmsum lausnum til að brúa bilið en ekki fengið hljómgrunn.

„Staðan er sú að hvert sem litið er í málaflokknum er það alltaf sama sagan. Vandræðagangur Reykjavíkur er mikill og hefur verið það í alltof langan tíma,“ segir Ögmundur sem kallar eftir breytingum í vor þegar sveitastjórnarkosningar fara fram.

„Ég ásamt hundruðum annarra foreldra þekkjum vonleysið sem fylgir biðinni eftir plássi á leikskóla hér í Reykjavík og ég óska þess að að ungt fólk fari bráðlega að finna að yfirvöldum í borginni þeirra sé annt um að leysa þennan vanda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Björg vill oddvitasæti Viðreisnar í Reykjavík

Björg vill oddvitasæti Viðreisnar í Reykjavík
Fréttir
Í gær

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni
Fréttir
Í gær

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB