fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. janúar 2026 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað fyrir tveimur árum þegar félagið kynnti tillögu að formúlu til að reikna út kílómetragjald fyrir ökutæki.

Kílómetragjald hefur nú verið tekið upp fyrir öll ökutæki og greiða eigendur bifreiða, sem eru upp í 3,5 tonn, sama gjaldið fyrir hvern ekinn kílómetra.

Runólfur skrifar grein um málið á vef Vísis þar sem hann bendir á að FÍB hafi frá upphafi lagt til að kílómetragjald tæki mið af þyngd viðkomandi bíls ásamt losun koltvísýrings.

„Þá væri sú staða ekki uppi núna að kílómetragjald er óhagstætt fyrir litla og eyðslugranna bíla, en hagstætt fyrir eyðslufreka og þunga bíla,” segir hann.

Runólfur rifjar upp að vorið 2023 hafi FÍB kynnt tillögu að formúlu til að reikna út kílómetragjald sem myndi endurspegla áhrif hvers einasta bíls á umhverfið ásamt álagi hans á vegakerfið.

„Umhverfisáhrifin koma fram í útblæstri koltvísýrings við eldsneytisbruna. Álag á vegakerfið endurspeglast í þyngd bílsins. Auðvelt er fyrir ríkið að nota þessa formúlu við útreikning kílómetragjaldsins – upplýsingar um útblástur og þyngd eru skráðar hjá Samgöngustofu.”

Hann segir að FÍB hafi hvatt stjórnvöld til að miða kílómetragjaldið við hvern og einn bíl.

„Ekki var farið eftir þeim ábendingum heldur ákveðið að eitt og sama gjaldið skyldi vera fyrir bíla undir 3,5 tonnum. Það er í fullkominni andstöðu við sjónarmið í loftslagsmálum,” segir hann og tekur fram að FÍB hafi stutt kílómetragjaldið á þeim forsendum að það endurspegli afnot af vegakerfinu og styðji við orkuskipti.

„Flatt kílómetragjald á 90% af bílaflota landsmanna gerir það ekki nema að takmörkuðu leyti. Ekki er þó öll von úti. Í samtölum FÍB við stjórnvöld hefur komið fram að innheimtuaðferðin verði tekin til endurskoðunar með meiri sanngirni að leiðarljósi.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara
Fréttir
Í gær

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Í gær

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Í gær

Einstök boðsferð til ævintýraheimsins Oz

Einstök boðsferð til ævintýraheimsins Oz