fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Ferðamaður hætt kominn í Reynisfjöru – „Þetta er nákvæmlega það sem á EKKI að gera á Íslandi“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 6. janúar 2026 12:30

Ferðamaðurinn féll þegar aldan kom. Myndir/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamaður var hætt kominn í Reynisfjöru þegar alda greip hann en náði ekki að toga á haf út. Ferðamaðurinn stóð of nálægt flæðarmálinu og var að taka myndir.

Myndband af atvikinu var birt á samfélagsmiðlinum Reddit. Það er á síðunni „What Could Go Wrong?“ eða „Hvað gæti farið úrskeiðis?“ þar sem birt eru hrakfallamyndbönd.

Í myndbandinu má sjá ferðamann standa við flæðarmálið í Reynisfjöru þegar skyndilega kemur stór alda yfir hann. Ferðamaðurinn hrasar og dettur þegar aldan kemur aðvífandi og umlykur hann. Sem betur fer hrifsaði aldan hann ekki á haf út heldur náði hann að standa upp, blautur og kaldur.

Sjá einnig:

Betur fór en áhorfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

„Þetta er nákvæmlega það sem á EKKI að gera á Íslandi,“ segir í texta með myndbandinu.

Sex banaslys hafa orðið í Reynisfjöru á undanförnum áratug eða svo. Síðast lést níu ára þýsk stúlka þann 2. ágúst þegar alda hrifsaði hana, föður hennar og systur á haf út.

Í kjölfar þess slyss hefur viðbúnaðarstig verið aukið í Reynisfjöru en eins og sést á þessu myndbandi og fleirum þá eru ferðamenn enn þá að koma sér í lífshættu í fjörunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara
Fréttir
Í gær

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór fer ekki fram í borginni – Svona útskýrir hann ákvörðun sína

Guðlaugur Þór fer ekki fram í borginni – Svona útskýrir hann ákvörðun sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einstök boðsferð til ævintýraheimsins Oz

Einstök boðsferð til ævintýraheimsins Oz