fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Kvartaði yfir bólusetningum ungbarna gegn veiru sem getur valdið alvarlegum sýkingum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. janúar 2026 19:00

Kvörtun var lögð fram hjá umboðsmanni Alþingis vegna bólusetninga ungbarna gegn veiru sem getur valdið alvarlegum sýkingum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmaður Alþingis hefur vísað frá kvörtun konu vegna bólusetninga ungbarna gegn RS-veirusjúkdómnum. Það kemur ekki fram hvað konan hefur að athuga við bólusetninguna en landlæknisembættið og tiltekinn læknir minna á að sjúkdómurinn geti valdið alvarlegum sýkingum hjá ungbörnum, sem geti og hafi reynst vera lífshættulegar.

Bólusetning ungbarna gegn sjúkdómnum hófst nú í haust. Á vef landlæknisembættisins segir meðal annars um sýkingar af völdum RS-veirunnar að veiran sé kvefveira sem leggist bæði á efri og neðri öndunarvegi. Sýkingin valdi kvefi og oft bólgu og þrengingum í smáum berkjum lungnanna með öndunarerfiðleikum og hvæsandi öndun sérstaklega hjá mjög ungum börnum. Þetta sé algengur sjúkdómur sem leggist á alla aldurshópa en geti lagst þungt á fyrirbura og ung börn innan sex mánaða auk fullorðinna yfir sjötugu sem oft hafi undirliggjandi hjartasjúkdóma eða aðra langvinna sjúkdóma.

Segir enn fremur að árlega sé komið með um 20 prósent barna undir eins árs til læknis vegna bráðrar RS-veirusýkingar. Af þeim megi reikna með að 2–3 prósent gætu þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda.

Alvarlegt

Landlæknisembættið segir ennig að sýkingar af völdum RS-veirunnar geti orðið mjög alvarlegar, sérstaklega hjá fyrirburum, ungbörnum og ungum börnum með undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóma. Algengustu einkennin hjá ungum börnum séu kvef (nefrennsli og/eða nefstífla), blautur hósti og hvæsandi öndun vegna bólgu og slíms í smáum öndunarvegum (berkjungum). Hiti geti verið til staðar en sé ekki endilega áberandi einkenni hjá mörgum.

Einkenni alvarlegrar sýkingar eða fylgikvilla geti verið hröð öndun, mikill hósti, hár hiti, andnauð með inndráttum undir rifjum, höfuðhreyfingum í takt við andardrátt og/eða blaktandi nasavængjum og blámi á húð vegna skorts á nægu súrefni. Eyrnabólga og bakteríulungnabólga séu nokkuð algengir fylgikvillar RS veirusýkinga. Sjúklingar sem veikist alvarlega af völdum RS-veirunnar geti þurft að leggjast inn á sjúkrahús, oft vegna þurrks vegna aukins vökvataps við hraða öndun og minnkaða inntöku vökva vegna öndunarerfiðleika.

Segir einnig að helsti kosturinn við bólusetninguna sé að hún dragi úr innlögnum ungbarna á spítala vegna RS- veirusýkinga.

Bráð hætta

Júlíus Valsson læknir tekur undir með landlæknisembættinu í grein á Vísi sem birt var nú í morgun. Hann segir efasemdir hafa heyrst um bólusetninguna sem og bólusetningar ungbarna almennt en hvað varði þessa tilteknu bólusetningu sé vísað til aukaverkana og fullyrt að ekki sé um banvænan sjúkdóm að ræða. Júlíus segir það ekki rétt:

„Sannleikurinn er hins vegar sá að ung börn og fyrirburar, sem smitast af RSV, geta verið í bráðri lífshættu og veldur sjúkdómurinn árlega dauða hundruða þúsunda ungra barna um allan heim. RSV er ein algengasta ástæðan fyrir innlögnum á sjúkrahús víða um heim, og Ísland er þar engin undantekning og hér á landi veldur sjúkdómurinn ómældum þjáningum hjá bæði börnum og eldra fólki einkum hjá þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og skert ónæmiskerfi, af hvaða orsökum sem er.“

Júlíus minnir á að bólusetningar ungbarna eigi mikinn þátt í hversu lág dánartíðni þeirra er hér á landi. Bólusetningin gegn sjúkdómnum af völdum RS-veirunnar sé lífsnauðsynleg og tíðni aukaverkana reynst vera lág.

Ekki um hana

Kvörtunin yfir þessum bólusetningum var lögð fram til umboðsmanns Alþingis skömmu fyrir jól og svar var sent konunni tveimur dögum síðar. Efni kvörtunarinnar er ekki rakið í bréfi umboðsmanns til konunnar að öðru leyti en því að þar sé óskað eftir athugun og áliti umboðsmanns á því hvort framkvæmd heilbrigðisyfirvalda við bólusetningarnar samræmist lögum.

Umboðsmaður vísaði kvörtuninni frá sér á þeim grundvelli að samkvæmt lögum um embættið geti það ekki tekið málið til frekari meðferðar þar sem kvörtun konunnar snúist ekki um ákvarðanir eða athafnir stjórnvalda sem beint sé sérstaklega að henni eða snerti hagsmuni hennar umfram aðra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja Vegagerðina standa fyrir fordæmalausri þjónustuskerðingu

Segja Vegagerðina standa fyrir fordæmalausri þjónustuskerðingu
Fréttir
Í gær

Íslendingar rífast við fólk frá Venesúela um ástandið – „Ekkert gæti verið verra en það sem við höfum gengið í gegnum“

Íslendingar rífast við fólk frá Venesúela um ástandið – „Ekkert gæti verið verra en það sem við höfum gengið í gegnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur hermaður lést í Úkraínu

Íslenskur hermaður lést í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fannst hún „afmennskuð“ eftir að Grok var notað til að gera nektarmyndir af henni

Fannst hún „afmennskuð“ eftir að Grok var notað til að gera nektarmyndir af henni