fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Íslenskur hermaður lést í Úkraínu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 2. janúar 2026 20:44

Kjartan Sævar Óttarsson. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óstaðfestar tilkynningar hafa undanfarið birst á Facebook þess efnis að íslenskur maður, sem barðist með Úkraínuher gegn Rússum, hafi látist í átökum.

DV hafði samband við nokkra ættingja mannsins og hefur lát hans nú verið staðfest. Maðurinn hét Kjartan Sævar Óttarsson og var 51 árs gamall, búsettur í Svíþjóð seinni árin.

Bróðir Kjartans, Hörður Harðarson, baðst undan viðtali en tók saman eftirfarandi yfirlýsingu fyrir hönd fjölskyldu Kjartans:

„Ég get staðfest að Kjartan gekk í úkraínska herinn fyrir stuttu. Ég heyrði síðast í honum 20. desember og þá sagðist hann verða sambandslaus í a.m.k. tvær vikur og hann myndi hafa samband við fyrsta tækifæri.

30. desember fórum við að fá óstaðfestar upplýsingar í gegnum Facebook og Messenger um að hann hafi fallið í drónaárás. Í kvöld fengum við síðan staðfestingu á því að Kjartan hefði látist í Úkraínu.

Við höfum því miður ekki frekari upplýsingar um málið og það gæti tekið tíma að afla þeirra. Fjölskyldan óskar eftir frið til þess að meðtaka þessar fréttir og við munum ekki gefa kost á okkur í opinber viðtöl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Innkalla rakettupaka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“