fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fréttir

„Tugþúsund­ir Reyk­vík­inga hafa hrak­ist út á afar dýr­an leigu­markað“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. september 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ekk­ert sveit­ar­fé­lag legg­ur eins há gjöld á nýj­ar íbúðir og Reykja­vík­ur­borg. Borg­in er met­hafi í skatt­lagn­ingu á íbúðar­hús­næði,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í grein sinni bendir hann á að gatna­gerðar­gjöld í Reykja­vík hafi hækkað um allt að 91% um mánaðamót­in og byggist hækkunin á samþykkt fyrr­ver­andi meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks, Pírata og Viðreisn­ar.

„Gatna­gerðar­gjöld hækka um 85% á íbúðir í fjöl­býl­is­hús­um, 33% á raðhús og 38% á at­vinnu­hús­næði. Í raun er um meiri hækk­un að ræða því með breyt­ing­unni verður einnig tek­in upp gjald­taka á bíla- og hjóla­geymsl­ur. Að því gjaldi viðbættu má reikna með að hækk­un­in nemi 90-100% fyr­ir íbúðir í fjöl­býl­is­hús­um,“ segir Kjartan sem viðrar áhyggjur sínar af þessari þróun.

Hann nefnir dæmi máli sínu til stuðnings og segir að gatna­gerðar­gjald 100 fer­metra íbúðar í fjöl­býl­is­húsi (120 fm brúttó) hafi numið 1.960 þúsund krón­um fyr­ir hækk­un en 3.696 þúsund krónum eft­ir hækk­un.

Í grein sinni segir Kjartan að þessi háu gatnagerðargjöld bætist við önnur gjöld og kvaðir sem húsbyggjendur í borginni eru krafðir um. Nefnir hann til dæmis bygg­ing­ar­rétt­ar­gjöld (innviðagjöld), sem nema tug­um þúsunda króna á nettó­fer­metra í fjöl­býl­is­húsi.

Kjartan hefur áhyggjur af þessari þróun og segir hann að á undanförnum árum hafi íbúðir hækkað svo í verði að venju­legt launa­fólk hef­ur varla kost á að kaupa nýja íbúð, hvað þá lág­launa­fólk.

„Tugþúsund­ir Reyk­vík­inga hafa hrak­ist út á afar dýr­an leigu­markað vegna hús­næðis­stefnu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem bygg­ist á lóðaskorti og slig­andi gjald­heimtu af nýj­um íbúðum.“

Hann telur að verðhækkanir borgarinnar muni hafa áhrif á landsvísu og segir að miklar verðhækkanir á húsnæði í Reykjavík undanfarin ár eigi stóran þátt í þeirri verðbólgu sem hefur geisað.

„Við borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins höf­um lagt til að fallið verði frá um­ræddri hækk­un gatna­gerðar­gjalda í Reykja­vík í því skyni að draga úr bygg­ing­ar­kostnaði. Til­lag­an fel­ur í sér að gatna­gerðar­gjald lækki til sam­ræm­is við fyrra hlut­fall,“ segir hann og bætir við að æskilegt hefði verið að taka tillöguna fyrir á fundi síðasta þriðjudag.

„Meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Sósí­al­ista­flokks­ins, Flokks fólks­ins og Vinstri-grænna knúði hins veg­ar fram frest­un máls­ins í krafti at­kvæða. Borg­ar­full­trú­ar Flokks fólks­ins og Vinstri-grænna, sem greiddu at­kvæði gegn hækk­un­inni í fe­brú­ar sl., virðast nú styðja hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það hafa verið rangt að halda því fram að Úkraína gæti unnið stríðið

Segir það hafa verið rangt að halda því fram að Úkraína gæti unnið stríðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjónum í Vík þakkað ómetanlegt starf í þágu samfélagsins – Ætluðu að starfa í 1 ár en þau eru orðin 40

Hjónum í Vík þakkað ómetanlegt starf í þágu samfélagsins – Ætluðu að starfa í 1 ár en þau eru orðin 40