fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Segja ekkert minnst á mengun í umdeildri tillögu að byggingu fjölbýlishúss á bensínstöðvarlóð við Birkimel

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 3. september 2025 11:30

Birkimelur 1 eins og hann á að líta út samkvæmt tillögunni. Mynd: Nordic Office.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umsagnarfrestur vegna umdeildrar tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóðina að Birkimel 1 í Reykjavík rann út á miðnætti. Samkvæmt tillögunni stendur til að reisa fjölbýlishús á lóðinni í stað bensínstöðvar en lóðin hefur verið bensínstöðvarlóð í áratugi. Fjöldi athugasemda og andmæla hafa komið fram við tillöguna og þá er ekki síst vísað til þess að fyrirhuguð hæð og útlit byggingarinnar passi ekki við þá byggð sem fyrir er á svæðinu. Í gær, á síðasta degi sem opið var fyrir athugasemdir, birtist í Skipulagsgátt umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sem bendir á að í tillögunni sé ekkert minnst á að gera þurfi ráðstafanir vegna mögulegrar mengunar í jarðvegi á lóðinni og það sé ekki í samræmi við reglugerðir.

Hrinda af stað undirskriftalista gegn þéttingu á bensínstöðvarlóð í Vesturbænum – „Björgum Birkimel“

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna var framlengdur fram til dagsins í gær. Athugasemdir og umsagnir eru á þriðja tug aðallega frá íbúum í nágrenninu en einnig frá nokkrum opinberum stofnunum.

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda

 

Samkvæmt deiliskipulagstillögunni á húsið að skiptast í þrjár einingar með alls 42 íbúðum en þjónustustarfsemi á að vera á jarðhæð. Þar sem hún á að vera hæst yrði byggingin 19,1 metra há. Einingarnar eiga að vera þriggja, fjögurra og fimm hæða og í þeim öllum á að vera kjallari og ljóst virðist því að grafa þurfi eitthvað upp af jarðvegi á lóðinni og flytja burt. Í greinargerð með deiliskipulagstillögunni er ekki minnst á að gera þurfi eða gerðar verði einhverjar sérstakar ráðstafanir vegna mögulegrar mengunar í jarðvegi af völdum bensínstöðvarinnar.

Samkvæmt reglum

Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir að í ljósi þess að á lóðinni hafi verið rekin bensínstöð í áratugi séu líkur á jarðvegsmengun umtalsverðar. Þar af leiðandi þurfi að kanna mengunarástand lóðarinnar áður en hafist verði handa við jarðvinnu og, ef ástæða sé til, vinna áhættugreiningu með tilliti til mengunar, með vísan til reglugerðar um mengaðan jarðveg.

Heilbrigðiseftirlitið segir hluta af áhættugreiningunni að leggja til hvernig meðhöndla skuli mengaðan jarðveg ef hann sé til staðar. Samkvæmt áðurnefndri reglugerð beri Heilbrigðiseftirlitinu að framkvæma frummat á lóðinni. Reglugerðin segi einnig til um að jarðvegur þurfi að uppfylla skilyrði fyrir íbúðarsvæði til að hægt sé að reisa íbúðarhús á lóðinni. Skýrt þurfi að vera hver beri ábyrgð á fullnægjandi hreinsun lóðar og beri þann kostnað sem til fellur, sé staðfest mengun á lóðinni. Gera þurfi grein fyrir þessum atriðum í skipulagsskilmálum.

Vatn

Í deiliskipulagstillögunni segir að við lóðarfrágang skuli hugað að blágrænum ofanvatnslausnum, gengdræpi og líffræðilegum fjölbreytileika. Samkvæmt leiðbeiningum Reykjavíkurborgar miða slíkar lausnir að því að veita ofanvatni eða úrkomu, sem bæði er rigning og snjór, á sem náttúrulegastan hátt niður í jarðveginn og viðhalda eins og unnt er eðlilegri hringrás vatns.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur bendir hins vegar á í umsögn sinni að skýrt þurfi að vera í skipulagsskilmálum hver skuli annast um viðhald og rekstur blágrænna ofanvatnslausna komi þær til framkvæmdar innan lóðar.

Hvort tekið verði við af umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og tilheyrandi breytingar verði gerðar á deiliskipulagstillögunni á hins vegar eftir að koma í ljós en verði það gert mun allt ferlið væntanlega tefjast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Í gær

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Í gær

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“