fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fréttir

Páll Óskar rifjar upp viðtal sem Snorri tók við hann árið 2022

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. september 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson birti athyglisverða færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hann rifjaði upp viðtal sem Snorri Másson, þáverandi fréttamaður á Stöð 2, tók við hann í tilefni af Gleðigöngunni árið 2022.

Snorri er í dag þingmaður Miðflokksins eins og kunnugt er en fátt hefur verið meira rætt undanfarinn sólarhring en umdeilt viðtal í Kastljósi í fyrrakvöld þar sem hann og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastýra Samtakanna 78, tókust á um hinsegin málefni.

„Snorri Másson tók þetta viðtal við mig 5. ágúst 2022 þegar ég var að undirbúa trukkinn fyrir Gleðigönguna. Hann veit betur,” segir Páll Óskar meðal annars í færslunni og bætir við:

„Ég styð trans fólk og kynsegin fólk, baráttu þeirra sem og allra hinna systkina minna í hinsegin fjölskyldunni. Kynin eru fleiri en tvö, litrófið er risastórt og fjölbreytt og bakslagið er raunverulegt,“ segir hann.

„Mig langar að þakka Snorra kærlega fyrir að þétta raðir okkar Hinsegin fólks og bandamanna okkar, í baráttu okkar gegn hatursorðræðu og fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Ég hef sjaldan fundið fyrir eins miklum SAMTAKA(78)MÆTTI og ákkurat í dag. Áfram gakk!“

Í viðtalinu fyrir þremur árum kom Páll Óskar einmitt inn á það að bakslag hefði átt sér stað.

„Við verðum stöðugt að vera á vaktinni með akkúrat þennan boðskap vegna þess að akkúrat núna þá er bakslag í gangi, við finnum fyrir því á eigin skinni. Og ég er að sjá það sjálfur, einkum og sér í lagi á samfélagsmiðlum, að trans fólk og kynsegin fólk er núna að fá á sig nákvæmlega sama munnsöfnuð og ég fékk á mig fyrir 30 árum síðan.“

Færsluna og viðtalið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari gagnrýnir kjör sín og birtir skjáskot – Staðan þung og erfið

Eldri borgari gagnrýnir kjör sín og birtir skjáskot – Staðan þung og erfið
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að brjóta gegn barni frá tveggja til fimm ára aldurs

Ákærður fyrir að brjóta gegn barni frá tveggja til fimm ára aldurs
Fréttir
Í gær

Faðir Elfars stígur fram: „Sveitarstjórinn sem fyrirskipaði aftökuna situr áfram eins og hann hafi ekki gert neitt rangt“

Faðir Elfars stígur fram: „Sveitarstjórinn sem fyrirskipaði aftökuna situr áfram eins og hann hafi ekki gert neitt rangt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steindór með opinn pistil til heilbrigðisráðherra, landlæknis og heilbrigðiskerfisins: „Þetta snýst ekki um tölur. Þetta snýst um fólk með drauma og fjölskyldur”

Steindór með opinn pistil til heilbrigðisráðherra, landlæknis og heilbrigðiskerfisins: „Þetta snýst ekki um tölur. Þetta snýst um fólk með drauma og fjölskyldur”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir frétti af hrottalegri árás á son sinn í útvarpinu – „Ég vissi að þetta var hann þegar minnst var á snákinn“

Móðir frétti af hrottalegri árás á son sinn í útvarpinu – „Ég vissi að þetta var hann þegar minnst var á snákinn“