fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Fæðingarorlofsmál tengt bókun 35 fer beint til Hæstaréttar

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 2. september 2025 11:26

Hæstiréttur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál konu sem tapaði máli gegn ríkinu í héraðsdómi fer beint fyrir Hæstarétt. Konunni var synjað um fæðingarorlofsgreiðslur hér á landi en hún hafði búið og starfað í Danmörku og taldi sig eiga rétt á fæðingarorlofsgreiðslum hérlendis á grundvelli skuldbindinga Íslands gagnvart EES-samningnum. Héraðsdómur staðfesti hins vegar synjun ríkisins. Vísað hefur verið m.a. til þessa máls þegar færð hafa verið rök fyrir nauðsyn þess að Alþingi staðfesti svokallaða bókun 35 við EES samninginn. Vísað er til þess að bókunin tryggi Íslendingum og borgurum annarra EES-ríkja þau réttindi sem þeir hafi samkvæmt samningnum en gagnrýnendur segja bókunina snúast um að framselja löggjafarvald til yfirþjóðlegrar stofnunar.

Konan fór fram á leyfi til að áfrýja málinu beint til Hæstaréttar og ríkið lagðist ekki gegn því en konan hafði krafist bóta á þeim grundvelli að EES-reglur um fæðingarorlof hefðu ekki verið réttilega innleiddar í íslenskan rétt.

Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að héraðsdómur tók fram í sínum dómi að til að ríkið yrði skaðabótaskylt vegna brota á skuldbindingum sínum samkvæmt EES-rétti þyrftu þrjú skilyrði að vera uppfyllt. Í fyrsta lagi verði að felast í EES-reglunni að viðkomandi öðlist tiltekin réttindi og ákvæði hennar beri með sér hver þau réttindi séu. Í öðru lagi þurfi að vera um alvarlega vanrækslu á skuldbindingum ríkisins að ræða og í þriðja lagi þurfi að vera orsakasamband milli vanrækslu ríkisins og þess tjóns sem viðkomandi varð fyrir. Héraðsdómur hafi talið að skilyrði um alvarlega vanrækslu á skuldbindingum ríkisins væri ekki fyrir hendi eins og EFTA-dómstóllinn hefði skýrt það í dómaframkvæmd. Var ríkið því sýknað.

Konan taldi brýnt að Hæstiréttur tæki mál hennar fyrir enda væri það fordæmisgefandi og fjöldi einstaklinga í sömu stöðu og hún. Rétturinn tekur undir það og segir í sinni ákvörðun ljóst að dómur í því geti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti.

Beiðni um að áfrýja málinu beint til Hæstaréttar, án þess að það færi fyrst til Landsréttar, var því samþykkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Haraldur um Golfstrauminn – Segir framreiknuð gildi stjórnvalda í loftslagsmálum skáldskap og „pólitískan draum“

Haraldur um Golfstrauminn – Segir framreiknuð gildi stjórnvalda í loftslagsmálum skáldskap og „pólitískan draum“
Fréttir
Í gær

Breti nefnir fjóra hluti sem eru að íslenskum ökumönnum – „Agi á akreinum er lélegur“

Breti nefnir fjóra hluti sem eru að íslenskum ökumönnum – „Agi á akreinum er lélegur“