fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. ágúst 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, útilokar ekki að gosið gæti aftur á Sundhnúkagígaröðinni fyrir árslok. Þetta segir Þorvaldur í samtali við Morgunblaðið í dag.

Veðurstofa Íslands lýsti í gær yfir goslokum vegna eldgossins sem hófst þann 16. júlí síðastliðinn, en um var að ræða níunda eldgosið á Sundhnúkagígaröðinni. Gosórói og strókavirkni féllu niður um helgina og er engin virkni lengur í gígunum.

Þorvaldur segir við Morgunblaðið að land sé tekið að rísa aftur við Svartsengi. Þó hafi dregið úr landrisinu sem bendir til þess að innflæði frá dýpri kvikugeymslunni í þá grynnri hafi minnkað. Vegna þess gæti lengri tími liðið þar til grynnri kvikugeymslan fyllist.

„Það væri þá í kring­um jól­in eða eitt­hvað svo­leiðis, ein­hvern tím­ann í des­em­ber,“ seg­ir hann við Morgunblaðið. Önnur hugsanleg sviðsmynd er á þá leið að kerfið nái ekki að viðhalda flæðinu úr dýpra kvikuhólfinu og þá stoppi þessi goshrina. Erfitt sé að segja til um framhaldið.

„Ef landrisið helst stöðugt eins og það er núna er langlík­leg­ast að það endi með eld­gosi,“ seg­ir Þor­vald­ur við Morgunblaðið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“
Fréttir
Í gær

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“
Fréttir
Í gær

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur segir að pressa Trump á Rússland geti endað með hótunum um heimsstyrjöld

Sérfræðingur segir að pressa Trump á Rússland geti endað með hótunum um heimsstyrjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Olís sektað fyrir fullyrðingu um kolefnisjöfnun

Olís sektað fyrir fullyrðingu um kolefnisjöfnun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kengúra flúði frá Belgíu en var gómuð í Frakklandi – Slökkviliðsmenn gripu í rófuna á henni

Kengúra flúði frá Belgíu en var gómuð í Frakklandi – Slökkviliðsmenn gripu í rófuna á henni