fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 23. ágúst 2025 11:00

Vinstra megin á myndinni má sjá hluta lóðarinnar að Hafnargötu 12. Síðan myndin var tekin hefur húsið númer 12, sem hluti sést af, verið málað hvítt. Eins og sést á myndinni er skammt til sjávar og fordæmi eru fyrir flóði en í það skipti náði það þó ekki alla leið að lóðinni. Mynd: Skjáskot/Já.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir lóðina að Hafnargötu 12 í bænum. Samþykkt deiliskipulagsins hafði verið frestað á fundi ráðsins fyrir hálfum mánuði ekki síst vegna athugasemdar Veðurstofu Íslands sem varað hefur við flóðahættu á svæðinu. Ráðið segir það viðvarandi verkefni að bæta brimvörn á þessu svæði en vísað er til þess að ágangur sjávar muni ólíklega hafa bein áhrif á lóðina.

Veðurstofan vísar í sinni athugasemd einkum til hækkandi sjávarstöðu, landsigs og flóðs sem varð á svæðinu í óveðri í febrúar 2020. Í fyrri frétt DV af málinu var staðháttum lýst ítarlega. Í dag stendur bygging á lóðinni við Hafnargötu 12, sem stendur sunnan meginn við götuna og er um 120 metra frá sjónum en taka ber fram að varnargarður er svið sjóinn. Milli byggingarinnar og sjávar er aðeins autt svæði að því undanskildu að þar er veglegt listaverk að finna. Hús norðan meginn götunnar eru nær sjónum og í umræddu flóði 2020 flæddi inn í þau en sjórinn náði ekki alla leiðina að Hafnargötu 12. Í því flóði náði sjórinn yfir varnargarða og grjót úr þeim flæddi upp á land.

Vara við flóðahættu nærri fyrirhuguðu fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ

Samkvæmt nýja deiliskipulaginu verður heimilt að byggja tvö hús á lóðinni við Hafnargötu 12 þar sem verða íbúðir og þjónustustarfsemi. Í bókun umhverfis- og skipulagsráðs segir um breytingar frá fyrra deiliskipulagi að húsagerð verði að hámarki kjallari, þrjár hæðir og ris. Íbúðum fjölgi um 18, úr 40 í 58 íbúðir. Nýtingarhlutfall ofanjarðar fari úr 1,0 í 1,8. Nýtingarhlutfall ofan og neðanjarðar fari samtals úr 1,8 í 2,64.

Viðvarandi verkefni

Í athugasemd Veðurstofunnar segir að í nýja deiliskipulaginu sé ekkert minnst á flóðahættuna sem stofnunin telur sannarlega vera til staðar. Það er ekki að sjá að nokkuð sé minnst á möguleg flóð ennþá í deiliskipulaginu en í bókun umhverfis- og skipulagsráðs segir að skipulagsreiturinn sé 6,5-7 metra yfir sjávarmáli og jarðhæð húsa sé á um meters stalli yfir þeirri hæð, en gólf bílakjallara neðar. Reykjanesbær hafi unnið að því að bæta brimvörn við Ægisgötu, sem er sú gata sem næst er sjónum, undanfarin ár í samstarfi við Vegagerðina og það verkefni sé viðvarandi.

Með athugasemdinni fylgir einnig skjal þar sem henni er svarað með því að minna á þessi hæðarmörk og að þó ágangur sjávar hafi ólíklega bein áhrif á skipulagsreitinn þurfi mögulega að styrkja fráveitu.

Deiliskipulagið var þar með samþykkt og hefur verið sent Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Í gær

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið