fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 23. ágúst 2025 14:30

Sambíóin hættu rekstri kvikmyndahúss síns í Reykjanesbæ síðasta haust. Mynd/Skjáskot/Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi menningar- og þjónusturáðs Reykjanesbæjar í gær var tekin fyrir ósk frá íbúa í bænum um að sveitarfélagið myndi beita sér fyrir að komið yrði á fót kvikmyndahúsi en ekkert slíkt hús er í rekstri í þessu fjórða fjölmennasta sveitarfélagi landsins. Ráðið hvetur til þess að kvikmyndahúsarekstur í bænum verði endurreistur og ljóst er því að einhver vilji er til staðar um að opna aftur slíkt hús.

Eina kvikmyndahúsinu í Reykjanesbæ var lokað síðasta haust. Þar var um að ræða Nýja-Bíó sem hafði verið í rekstri frá 1937 en í húsnæði við Hafnargötu frá 1944 allt til loka. Fjölskyldan sem rekur Sambíóin eignaðist Nýja-Bíó 1967 en það var gert upp 1998 og var upp frá því rekið með formlegum hætti undir merkjum Sambíóanna. Fjölskyldan útskýrði lokunina einkum með lítilli aðsókn vegna tilkomu streymisveitna og þess að hluti íbúa í bænum og annars staðar á Suðurnesjum kysi það oft að leggja frekar á sig ferðir á höfuðborgarsvæðið til að fara í bíó.

Á árunum 1955-1999 voru raunar tvö kvikmyndahús í bænum eða réttara sagt þeim hluta hans sem var Keflavíkurbær fram til 1994 þegar Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuðust í Reykjanesbæ. Hitt kvikmyndahúsið hét Félagsbíó og var rekið af Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis en húsið var einnig samkomuhús og leikhús á sínum gullaldarárum. Nánar má lesa um Félagsbíó og fleiri kvikmyndahús sem horfið hafa á spjöld sögunnar hér.

Nýjar og skapandi lausnir

Í fundargerð menningar- og þjónusturáðs segir um ósk íbúans að hann óski eftir að Reykjanesbær skoði möguleika þess að koma kvikmyndahúsi aftur á fót í svipaðri mynd og áður eða með nýjum og skapandi lausnum svo húsið gæti einnig nýst til annarra menningarviðburða.

Menningar- og þjónusturáð segist í bókun sinni þakka fyrir erindið. Sveitarfélagið muni aftur á móti ekki standa að rekstri kvikmyndahúss en ráðið hvetji áhugasama einkaaðila til að skoða möguleika á þess háttar rekstri.

Hvort einhverjir einkaaðilar muni svara kallinu og hvort áhugi íbúa í Reykjanesbæ og annars staðar á Suðurnesjum á endurreisn kvikmyndahúsarekstrar sé nógu mikill til að hann beri sig á eftir koma í ljós. Gerist ekkert í þessum efnum er ljóst að slíkur áhugi er ekki til staðar í nægilega miklum mæli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot