fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. ágúst 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ekki mikill stuðningsmaður verðtryggingar á húsnæðislánum.

Í pistli sem Vilhjálmur birti á Facebook-síðu sinni í morgun og vakið hefur talsverða athygli fer hann yfir nokkur atriði sem hann telur að muni gerast verði verðtryggingin bönnuð á húsnæðislánum hér á landi.

„Í áratugi hefur íslenska fjármálakerfið byggt sína stöðu á verðtryggingu. Hún tryggir bönkunum öruggar tekjur, sama hvernig hagkerfið hagar sér, og heldur vaxtastiginu óeðlilega háu. Á meðan sitja heimilin eftir með skuldir sem vaxa í verðbólgu og Seðlabankinn með peningastefnu sem nær aldrei að virka eins og til er ætlast,“ segir Vilhjálmur sem varpar svo þeirri spurningu fram hvað myndi gerast ef stjórnvöld stíga fram og banna með lögum verðtryggingu á húsnæðislánum.

Hann segir að í fyrsta lagi myndu óverðtryggðir vextir lækka hratt.

„Bankarnir geta ekki rukkað 9–10% vexti til lengdar, því greiðslugeta íslenskra heimila er einfaldlega ekki til staðar. Markaðurinn neyðir vextina niður á raunhæft stig – líklega 3–5% þegar jafnvægi næst,“ segir hann.

Í öðru lagi segir hann að fjármálakerfið yrði loks að aðlaga sig að heimilunum en ekki öfugt.

„Bankarnir myndu ekki lengur hafa tryggðan gróða óháð verðbólgu, heldur þyrftu að bjóða kjör sem fólk ræður við.“

Vilhjálmur segir að í þriðja lagi myndi húsnæðismarkaðurinn smám saman verða heilbrigðari.

„Verðtryggingin viðheldur ósanngjörnu fyrirkomulagi þar sem fólk tekur stærri lán en raun ber vitni – því byrðin er lítil í dag en hrikaleg í framtíðinni. Með óverðtryggðum lánum tæki fólk lán í takt við raunverulega greiðslugetu.“

Í fjórða lagi myndi peningastefnan hér á landi virka, að mati Vilhjálms.

„Í dag hafa vaxtahækkanir takmörkuð áhrif á verðtryggð lán. Með óverðtryggðum lánum myndi vaxtastefnan virka beint inn í greiðslubyrði og verðbólguvæntingar, sem styrkir stöðugleika til lengri tíma.“

Og í fimmta lagi segir hann að stjórnvöld myndu loks þurfa að velja hlið.

„Þau gætu ekki lengur falið sig á bak við rök um að verðtrygging sé nauðsynleg til að verja bankana. Þau yrðu að standa með heimilunum.“

Vilhjálmur dregur þessi atriði svo saman í lok færslunnar og segir aðalatriðið vera það að banna verður verðtrygginguna.

„Þetta er raunveruleikinn: Bankarnir myndu missa sína öruggu tekjulind. Vextir myndu lækka hratt og verulega. Heimilin fengju raunverulega vörn gegn okurvöxtum. Peningastefnan yrði virk og gagnsæ. Þetta er ástæðan fyrir því að banna verður verðtryggingu. Því þegar hún hverfur, hverfur líka kerfið sem níðist á heimilunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”