fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 12:00

Ráðhús sveitarfélagsins Skagafjarðar á Sauðárkróki. Mynd/Skagafjörður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til stendur í lok ársins að hætta endanlega notkun 2G og 3G farsímakerfisins og er ætlunin að 4G og 5G taki alfarið við. Það þýðir að farsímar sem styðja aðeins 2G og 3G munu ekki virka lengur. Í ályktun landbúnaðar- og innviðanefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar, á fundi nefndarinnar í gær, er lýst yfir verulegum áhyggjum af þessum yfirvofandi breytingum. Fram kemur í ályktuninni að áhyggjurnar stafi helst af því að það sé reynsla íbúa að útbreiðsla og virkni 4G kerfisins í Skagafirði sé alls ekki eins mikil og fullyrt sé og hvatt er til þess að lokun 3G verði frestað þar til bætt verði úr þessum annmörkum.

Í tilkynningu Fjarskiptastofu frá því í vor kemur fram að helsta ástæða þessara breytinga sé sú að 2G og 3G standist ekki lengur kröfur nútímans um háhraða gagnaflutning og sé því að víkja fyrir 4G og 5G. Tilgangurinn með innleiðingu nýju kerfanna sá að bæta upplifun viðskiptavina til lengri tíma. Í tilkynningunni er ítrekað að farsímar sem styðja aðeins 2G og 3G munu hætta að virka. Fjarskiptastofa segir í tilkynningunni að útbreiðsla farsímanetsins eigi ekki að minnka við þessa breytingu og samkvæmt ákvæðum tíðniheimilda skuli fjarskiptafyrirtæki tryggja sambærilegt þjónustusvæði með 4G og 5G. Þó eru í tilkynningunni leiðbeiningar um hvað eigi að gera ef fólk upplifir breytingar á farsímasambandi eftir að 2G og 3G sendar verða teknir niður en fyrsta skrefið er að athuga hvort tæki viðkomandi styðja 4G. Breytist ekkert eftir þá athugun og styðji tækið sannarlega 4G er fólk sem upplifir slíka breytingu, á farsímasambandi, beðið um að hafa samband við Fjarskiptastofu en nánari leiðbeiningar eru um það í tilkynningunni.

Skagafjörður

Í ályktun landbúnaðar- og innviðanefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar, frá fundi hennar í gær, kemur fram að sveitarfélaginu hafi ekki tekist að fá upplýsingar frá fjarskiptafyrirtækjunum um fjölda 2G og 3G senda sem lokað verði en ljóst sé af útbreiðslukortum á heimasíðu Fjarskiptastofu að þeir séu nokkrir í Skagafirði.

Úbreiðslukortin sýna útbreiðslu farsímakerfisins eins og það var í janúar 2022 en tekið er fram að kortin séu miðuð við ákveðnar forsendur og sýni ekki endilega í öllum tilfellum farsímasamband eins og það sé í raun og veru alls staðar á landinu. Í ályktuninni kemur ekki nákvæmlega fram í hvaða tilteknu kort á heimasíðu Fjarskiptastofu nefndin vísar til en kort sem sýnir útbreiðslu 3G kerfisins í janúar 2022 gefur til kynna að sambandið nái yfir megnið af Skagafirði. Á útbreiðslukortunum á heimasíðu Fjarskiptastofu er ekki að sjá í fljótu bragði upplýsingar um lokun 2G og 3G senda. Við fljótlega leit á netinu finnst heldur ekki neinn listi yfir staðsetningu senda sem lokað verður fyrir.

Í útbreiðslukortinu fyrir 4G á heimasíðu Fjarskiptastofnunar, frá 2022, er gefið til kynna að þá þegar hafi útbreiðsla kerfisins verið orðin meiri í Skagafirði en útbreiðsla 3G. Sams konar upplýsingar koma fram í útbreiðslukortum Símans en samkvæmt þeim er samband í 4G kerfi fyrirtæksins, í Skagafirði, víðtækara og sterkara en sambandið í 3G kerfi þess.

Hið raunverulega samband

Miðað við ályktun landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar er hins vegar reynsla íbúa af því hvernig 4G kerfið virkar í raun og veru önnur en fram kemur á þessum kortum. Nefndin segir að sambandið í 4G kerfinu á svæðinu hafi ekki verið nógu gott og ekki jafn víðtækt og fullyrt sé. Þar af leiðandi lýsir nefndin yfir miklum áhyggjum af yfirvofandi lokun 3G kerfisins og skorar á fjarskiptafyrirtækin og Fjarskiptastofu að bregðast við áhyggjum nefndarmanna og annarra íbúa í Skagafirði:

„Þá eru símar íbúa í Skagafirði mjög oft að nota það kerfi (3G, innsk. DV) vegna þess að 4G og hvað þá 5G eru engan veginn að dekka þau svæði sem þau eru sögð dekka á umræddum útbreiðslukortum. Það þekkjum við vel af reynslunni og ef fylgst er með því kerfi sem viðkomandi símtæki notar á mismunandi stöðum má mjög oft sjá að einungis 3G net er í boði fyrir GSM síma. Landbúnaðar- og innviðanefnd skorar á fjarskiptafyrirtækin öll að endurskoða þessa lokun og láta hana ekki taka gildi fyrr en tryggt er í það minnsta að 4G dreifikerfið nái sannarlega til þeirra svæða sem 3G er að dekka í dag en þau eru fjölmörg um allan Skagafjörð og þá sérstaklega á svæðum utan þéttbýlisstaðanna. Jafnframt óskum við eftir að Fjarskiptastofa svari formlega með hvaða hætti þeir ætli að tryggja að þjónusta við GSM símakerfið skerðist ekki frá núverandi stöðu um næstu áramót við þessa breytingu.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
Fréttir
Í gær

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram