fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, skýtur föstum skotum á ríkisstjórnina í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans í morgun um að halda stýrivöxtum óbreyttum.

„Seðlabankinn stöðvaði í dag vaxtalækkunarferlið sem hófst í október 2024. Í aðdraganda kosninga hét forsætisráðherra því að hún myndi negla vextina niður með sleggju. Nú er staðan sú að sleggjunni hefur ekki verið lyft og slagkraftur hennar er enginn. Verðbólga er enn mikil, húsnæði dýrt og vextir háir,” segir Guðrún í færslu á samfélagsmiðlum.

Hún segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alla tíð talað fyrir festu í ríkisfjármálum, aðhaldi í opinberum rekstri og minni álögum á heimili og fyrirtæki. Það sé leiðin að lægri vöxtum. Ríkisstjórnin hafi aftur á móti farið þveröfuga leið með því að auka útgjöld, hækka skatta og auka óvissu.

„Á sama tíma og Seðlabankinn sendir skýr skilaboð um að vextir haldist háir á meðan verðbólgan þokast ekki frekar í átt að markmiði boðar ríkisstjórnin hverja útgjaldaaukninguna á fætur annarri,“ segir Guðrún og bætir við að í ofanálag bendi vísbendingar til þess að nú hægist á húsnæðisuppbyggingu.

„Verktakar haldi að sér höndum, fjárfestar hiki og framtíðaráformum slegið á frest. Helsta ástæðan er hár fjármagnskostnaður. Stjórnvöld bregðast við með því að þrengja enn frekar að einkaframtakinu með auknum álögum og þyngra regluverki, sérstaklega í Reykjavík. Það er engin sleggja. Ekkert plan,“ segir Guðrún.

Hún segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji lægri álögur og samfélag þar sem fólk getur keypt sér eigið húsnæði. „Ekki samfélag sem treystir á niðurgreiðslur og hvers kyns ríkisafskipti út í hið óendanlega,“ segir hún að lokum.

Björn Leví Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, leggur orð í belg við færslu Guðrúnar og segir að málið sé kannski ekki svona einfalt – sérstaklega ef horft er til þess í hvaða stöðu Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í á síðustu árum.

„Miðað við sveiflurnar í hagkerfinu þegar þið hafið verið í stjórn þá er allt tal um þessa festu bara í orði en ekki á borði. Ég efast ekki um að þið viljið festu og stöðugleika. Það hefur bara aldrei tekist hjá ykkur. Ástæðan? Þið eruð of gjörn á á hoppa á næsta gróðatækifæri í atvinnulífinu. Já, það stækkar kökuna og allt þetta, sem er annað sem þið tönnlist alltaf á. En úr verður að hagkerfið fer í ójafnvægi á meðan gullæðið gengur yfir. Í hagfræðinni væri þetta svipað og Dutch disease áhrif. Það þarf nefnilega festu gagnvart gullæðinu líka. Þið hafið aldrei staðið ykkur vel í því.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla