fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 16:19

Kristján Þór Harðarson framkvæmdastjóri SL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slysavarnafélagið Landsbjörg segir fréttir fjölmiðla af háum launum framkvæmdastjórans villandi. Þar kom fram að Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri félagsins, hefði verið með 9,8 milljónir króna í laun á mánuði árið 2024.

Kristján Þór tók við starfinu þann 1. apríl 2021. Í ársreikningi félagsins kemur fram að hann var með 23,8 milljónir kr. Í laun á árinu 2024 og 22,2 milljónir kr. árið 2023.

Í yfirlýsingu frá félaginu kemur fram að stærstur hluti reiknaðra launa sé vegna úttektar séreignasparnaðar Kristjáns Þórs síðustu 35 ár, sem hann hafi leyst út á síðasta ári, líkt og heimilt er við sextugsaldur. 

Hér er dæmi um hve villandi það er þegar laun eru reiknuð til baka út frá skattgreiðslum, en við úttekt séreignasparnaðar greiddi hann að sjálfsögðu þá skatta sem honum bar, sem svo koma fram í álagningarskrá skattyfirvalda,“ segir í yfirlýsingunni. 

Í yfirlýsingunni kemur fram að félagi greiðir laun í samræmi við stöðu sína sem stærstu samtök sjálfboðaliða í landinu. Þau eru sanngjörn en eiga talsvert í land með að komast inn á topp tíu listann, hvað þá að toppa hann.“ 

Yfirlýsingin er hér í heild sinni:

Vegna frétta fjölmiðla í morgun um að framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafi á árinu 2024 verið með um 9,8 milljónir í laun á mánuði, er rétt fram komi að stærsti hluti þessara reiknuðu launa eru úttekt  séreignasparnaðar Kristjáns síðustu 35 ára, sem Kristján leysti út á síðasta ári, líkt og heimilt er við sextugs aldur.

Hér er dæmi um hve villandi það er þegar laun eru reiknuð til baka út frá skattgreiðslum, en við úttekt séreignasparnaðar greiddi hann að sjálfsögðu þá skatta sem honum bar, sem svo koma fram í álagningarskrá skattyfirvalda.

Félagið greiðir laun í samræmi við stöðu sína sem stærstu samtök sjálfboðaliða í landinu. Þau eru sanngjörn en eiga talsvert í land með að komast inn á topp tíu listann, hvað þá að toppa hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram
Fréttir
Í gær

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““