fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. ágúst 2025 16:34

Jón Trausti Reynisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Trausti Reynisson framkvæmdasstjóri Heimildarinnar segir að hið umdeilda fyrirtæki Carbfix hafi tilkynnt fjölmiðilinn fyrir höfundarréttarbrot fyrir að nota ljósmynd sem fyrirtækið hefur nýtt í kynningarskyni. Vill Jón Tarusti að hins vegar meina að ekki hafi verið gerðar athugasemdir af hálfu Carbfix við noktun annarra fjölmiðla á sömu ljósmyndun skýringin hljóti því að vera sú að um hefnd af hálfu Carbfix vegna gagnrýninnar umfjöllunar Heimildarinnar um fyrirtækið.

Carbfix er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur en megin tilgangur starfsemi þess snýst um að binda koltvísýring í jörðu í töluverðu magni. Hætt var við slíkk áform í Straumsvík í Hafnarfirði ekki síst vegna andmæla íbúa sem bæjaryfirvöld tóku svo á endanum undir. Sneri fyrirtækið sér þá að sveitarfélaginu Ölfusi og er áform fyrirtækisins þar nú í vinnslu. Fjárhagsstaða Carbfix er hins vegar ekki góð. Eigið fé fyrirtækisins er neikvætt og Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að selja það.

Umfjöllun Heimildarinnar sem fór svona fyrir brjóstið á Carbfix birtist í Heimildini síðasta vetur. Um hana skrifar Jón Trausti í pistli á Facebook:

„Í vetur fjallaði Heimildin með gagnrýnum hætti um viðskiptaáætlanir Carbfix, sem er fjármagnað af Orkuveitunni – í eigu almennings. Sitt sýndist hverjum og eins og oft töldu stjórnendur Carbfix réttara að fjalla jákvætt um það. Með umfjölluninni var birt ein af kynningarljósmyndum Carbfix sem birt hefur verið með umfjöllunum erlendis og á síðu félagsins.“

Innheimta

Jón Trausti segir í kjölfarið hafi bandarískt innheimtufyrirtæki sendi kröfubréf á Heimildina, með tilvísun í birtingu á þessari umræddu ljósmyndinni. Samkvæmt bréfínu átti að leggja á refsigjald sem myndi þó verða ígrundað eftir nánari spurningar. Nú hefur Jón Trausti hins vegar komist að því hver varð kveikjan að sendingunni:

„Eftir nánari eftirgrennslan komst ég að því að starfsmaður Carbfix hafði tilkynnt Heimildina fyrir höfundarréttarbrot og ýtt þessu þannig af stað.“

Jón Trausti segir að Íslandsstofa hafi hins vegar útvegað myndina og stofnunin sé fjármögnuð af almannafé:

„Stjórnendur hennar vildu ekki taka afstöðu til þess hvort kynningarefni fjármagnað af henni mætti vera notað í fjölmiðli á Íslandi. Niðurstaðan var því að óljóst væri hver réttarstaða íslenskra fjölmiðla væri þegar notað væri kynningarefni Íslandsstofu og opinberra félaga í umfjöllunum, það er að segja ef umfjallanir væru ekki aljákvæðar og ekki hefði verið sérstaklega samið um staka mynd. Hvenær sem er gæti fjölmiðill fallið í þá gildru að nýta kynningarmyndir með kynningarefninu og fá á sig kröfugerð.“

Aðrir máttu

Jón Trausti bendir einnig á að aðrir fjölmiðlar hafi notað sömu mynd. Erlendir fjölmiðlar hafi fengið hana frá Carbfix og Viðskiptablaðið hafi notað hana í umfjöllun í síðustu viku um erfiða fjárhagsstöðu fyrirtækisins, hálfu ári eftir að Heimildin fjallaði um sama viðfangsefni. Jón Trausti segir það alvarlegt mál að opinbert fyrirtæki sé að koma höggi á íslenska fjölmiðla með þeim hætti sem hér um ræðir:

„Það verður nóg að gera hjá Carbfix að siga amerískum innheimtumönnum á íslenska fjölmiðla sem segja fréttir af stöðu fyrirtækis sem nýtur fjármögnunar frá almenningi fyrir að nota kynningarmyndir sem voru liður í að sannfæra aðila um að leggja fram meira fé.Óháð því hvað manni finnst um Carbfix, allt frá aðferðum, umhverfisáhrifa, nauðsynjar og tækifæris/áhættu, er vont til þess að vita að almannafé sé nýtt til þess að koma fjárhagslegu höggi á fjölmiðla með aðstoð erlendra málaliða, fyrir að segja almenningi fréttir. Nægar eru áskoranirnar fyrir.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“