Þar lýsir Sara upplifun sinni af náminu og kallar eftir áherslubreytingum þannig að nemendur komi betur undirbúnir til starfa í skólunum að námi loknu.
Í viðtalinu segir Sara að of mikill tími fari í föndur og leiki en ekki sé nógu mikil áhersla lögð á það sem raunverulega skiptir máli.
„Mér finnst ég ekki búin að læra neitt í þessu námi sem mér finnst ég geta nýtt þegar ég fer að vinna við kennslu,“ segir Sara í viðtalinu og bendir á að hún viti til dæmis ekkert um bekkjarstjórn eða einelti eða hvernig eigi að takast á við hegðunarvandamál.
„Við vitum hvernig þetta er í dag, börn með greiningar, eins og einhverfu, fá ekki alltaf stuðning og kennarar þurfa að takast á við það. Við lærum ekkert um það. Að nota Mentor, gefa einkunnir og búa til hæfniviðmið. Það er ekkert fjallað um þetta í náminu,“ segir hún meðal annars við Morgunblaðið.
Hún segist vissulega vilja læra alls konar skapandi greinar og fá hugmyndir um leiki, föndur og fleira. „En ég þarf ekki að gera það, ég þarf ekki að mæta í heilan tíma og gera þessa hluti,“ segir hún við Morgunblaðið þar sem ítarlega er rætt við hana.