Níu gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Alls voru 125 mál bókuð í kerfum lögreglu frá kl. 17 í gær til kl. 5 í morgun.
Á meðal mála sem bókuð voru í kerfum lögreglunnar eru:
Lögreglustöð 1
Ölvunarpóstur var settur upp og reyndust allir ökumenn í lagi.
Tveir aðilar sofandi í anddyri húsnæðis, yfirgáfu húsið þegar beðnir.
Tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi.
Tilkynnt var um eld úti á bekk, kveikt hafði verið í rusli undir bekknum. Enginn eldur var er lögregla kom á vettvang.
Tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi.
Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna.
Lögreglustöð 2
Tveir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, eiga þeir von á sekt.
Tilkynnt um þjófnað í verslun.
Tilkynnt um ofurölvi ungmenni.
Ökumaður handtekinn grunaður um að hafa ekið undir áhrifum vímuefna
Ökumaður handtekinn grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis.
Lögreglustöð 3
Tilkynnt um minniháttar umferðarslys á rafhlaupahjóli og var hinn slasaði færður til frekari aðhlynningar.
Tilkynnt um líkamsárás á skemmtistað.
Lögreglustöð 4
Tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi. Er lögregla kom var aðili farinn af vettvangi.
Ökumaður handtekinn grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis.
Tilkynnt um ofurölvi sem lá á jörðinni. Lögregla sinnti.
Ökumaður og farþegi reyndu að flýja lögreglu er þeir sinntu umferðareftirliti. Báðir aðilar náðust. Ökumaður grunaður um að hafa ekið undir áhrifum vímuefna.