Ymur Art Runólfsson, fertugur Reykvíkingur, hefur verið sakfelldur fyrir að myrða móður sína á heimili hennar í Breiðholti í Reykjavík í október 2024. Vísir greinir frá þessu.
Ymur, sem strítt hefur við geðræn vandamál, var metinn sakhæfur. Honum var hins vegar ekki gerð refsing þar sem talið var að hún myndi ekki bera árangur. Aftur á móti er honum gert að sæta öryggisvistun.
Þinghald í málinu var fyrir luktum dyrum og dómurinn hefur ekki verið birtur.