fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 11:01

Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Mynd: KKÍ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagið Ísland-Palestína (FÍP) hefur sent frá sér áskorun til Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ). Skorar félagið á sambandið að neita þátttöku í leik gegn Ísrael í lokakeppni Evrópumóts karla í körfubolta (Eurobasket) sem fer fram í næsta mánuði.

Ísland er meðal þátttökuþjóða á mótinu og keppir í D-riðli sem fram fer í Katowice í Póllandi. Í riðlinum, auk Íslands, eru lið Frakklands, Póllands, Belgíu, Slóveníu og Ísrael. Fyrstileikur Íslands í riðlinum er einmitt gegn Ísrael, þann 28. ágúst næstkomandi.

Í ítarlegri tilkynningu FÍP er skorað á KKÍ að neita að taka þátt í þessum leik. Segir í tilkynningunni að samtök Palestínumanna hafi sent beiðni til allra þjóða um að styðja baráttu þeirra
með þátttöku í sniðgönguherferð gegn Ísrael. Sniðganga á sviði viðskipta, fjárfestinga, menningar og íþrótta sé friðsamleg baráttuleið og sterkasta leiðin fyrir almenning og félagasamtök til að leggja baráttunni fyrir mannréttindum Palestínuþjóðarinnar lið.

Á alþjóðavísu

Félagið telji að með sama hætti og íþróttahreyfingin hafi útilokað Rússland og Belarús frá þátttöku í íþróttamótum vegna árásar þeirra gegn Úkraínu, þá beri KKÍ að aflýsa fyrirhuguðum leik gegn liði Ísraels vegna þjóðarmorðsins á Gaza og á Vesturbakkanum.

Í þessum orðum er þess þó ekki getið að hin alþjóðlega íþróttahreyfing hefur ekki útilokað Ísrael frá þátttöku í einstökum mótum og keppnum, ólíkt því sem á við um Rússland og Belarús. Það kemur ekki  fram í tilkynningunni hvort að áskorun um slíkt hafi verið send FIBA-Europe sem heldur Eurobasket. FIBA-Europe er í raun Körfuknattleikssamband Evrópu en er hluti af FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandinu. Samkvæmt heimasíðu FIBA er Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, meðal stjórnarmanna í FIBA Europe.

Í tilkynningu Íslands-Palestína segir að lokum  að íþróttahreyfingin sé ekki undanskilin samfélagslegri ábyrgð og hvetji félagið því KKÍ til að taka skýra afstöðu með mannréttindum og gegn þjóðarmorði og aflýsa fyrirhuguðum leik við lið Ísrael. Forysta KKÍ standi frammi fyrir mikilvægri ákvörðun; að leika gegn liði Ísrael og skaða þar með íþróttahreyfinguna með því að sinna ekki ákalli fórnarlamba þjóðarmorðs. Eða að starfa samkvæmt lögum Íþrótta- og Olympíusambands Íslands með því að sýna
samfélagslega ábyrgð og virða og efla mannréttindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Í gær

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim