fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 26. júlí 2025 17:30

Kirkjugarðurinn í Gufunesi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru íbúa í nágrenni kirkjugarðsins í Gufunesi. Kærði íbúinn ákvörðun skipulagsyfirvalda í Reykjavík frá árinu 2000 en þá var deiliskipulagi Gufuneskirkjugarðs breytt í því skyni að heimila að komið yrði upp bálstofu en það hefur hins vegar ekki verið gert þar til að hreyfing komst á málið fyrr í sumar.

Segir í úrskurði nefndarinnar að Gufuneskirkjugarður hafi verið vígður árið 1980. Hann sé staðsettur í Grafarvogshverfi og sé um 30 hektarar að stærð. Fyrsta deiliskipulag svæðisins muni hafa verið samþykkt árið 1978 og frá þeim tíma hafi verið samþykktar ýmsar breytingar á því.

Segir í úrskurðinum að kærandi bendi á að nýlega hafi dómsmálaráðherra og fulltrúi Kirkjugarða Reykjavíkur undirritað viljayfirlýsingu um að reist yrði bálstofa í kirkjugarðinum. Ef af verði muni umferð á svæðinu aukast mikið sem skapi hættu fyrir íbúa hverfisins og aukna mengun. Deiliskipulag fyrir Gufuneskirkjugarð sé úrelt og því þurfi að breyta og bendir kærandinn á að þétt íbúabyggð sé nú við kirkjugarðinn, sundlaug, skóli og útisvæði.

Í aðsendri grein á Vísi í maí síðastliðnum hvatti Ingvar Stefánsson framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur til þess að lokið yrði við að koma upp bálstofu í Gufunesi í stað þeirrar sem nú er rekin í Fossvogi en hún þykir komin til ára sinna. Ingvar segir ofnana í bálstofunni í Fossvogi ekki standast kröfur nútímans. Íbúar í nágrenninu hafa kvartað mikið undan mengun frá bálstofunni og meðal annars hefur sót frá henni borist inn um glugga.

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Margt þegar tilbúið

Í greininni sagði Ingvar að framkvæmdir við bálstofuna væru þegar komnar nokkuð á veg:

„Í Gufunesinu liggja því fyrir teikningar að bálstofu, samþykkt deiliskipulag auk þess sem jarðvegspúði og raflagnir er klárar. Þá er búið að reisa öll sameiginleg rými, aðstöðu fyrir starfsfólk, snyrtingar, skrifstofu, vegi, bílastæði o.fl. Aðeins þarf að reisa hús yfir ofna og líkhús í tengslum við bálstofuna. Sú bálstofa verður búin fullkomnasta mengunarvarnarbúnaði sem völ er á og verður hægt að klára byggingu hennar hratt, vel og á hagkvæman hátt.“

Óskaði hann í greininni eftir fjármagni frá dómsmálaráðuneytinu til að ljúka við bygginguna.

Fyrr í þessum mánuði varð síðan ráðuneytið við beiðninni. Greindi RÚV frá því að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur hefðu undirritað viljayfirlýsingu um fjárframlag til uppbyggingarinnar og gert væri ráð fyrir að ný líkbrennsla hefji starfsemi haustið 2026.

Of langt síðan

Fullyrðingar um að mengunarvarnarbúnaðurinn í nýju líkbrennslunni í Gufunesi verði sá fullkomnasti sem völ er á virðast ekki hafa dugað til að sefa áhyggjur kærandans. Kærði hann eins og áður segir deiliskipulagið frá árinu 2000 sem heimilar að líkbrennslu verði komið upp á svæðinu.

Segir nefndin að þar sem lögbundinn kærufrestur sé löngu liðinn sé ekki annað hægt en að vísa kærunni frá en samkvæmt stjórnsýslulögum má ekki taka kæru á stjórnvaldsákvörðun til greina ef meira en ár er liðið frá kynningu ákvörðunarinnar og þar til kæra berst.

Bendir nefndin kærandanum á að snúa sér til skipulagsyfirvalda í Reykjavík með kröfur sínar um breytingu á deiliskipulaginu fyrir Gufuneskirkjugarð. Verði í framhaldi tekin stjórnvaldsákvörðun í málinu geti kærandinn eftir atvikum kært hana til nefndarinnar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglan lýsir eftir tveimur mönnum

Lögreglan lýsir eftir tveimur mönnum
Fréttir
Í gær

Dóra og Einar tókust hart á – „Það þurfti að sprengja meirihlutann til að gera það“

Dóra og Einar tókust hart á – „Það þurfti að sprengja meirihlutann til að gera það“
Fréttir
Í gær

Frakkar hyggjast viðurkenna Palestínu sem ríki – Ísraelar og Bandaríkjamenn fordæma ákvörðunina

Frakkar hyggjast viðurkenna Palestínu sem ríki – Ísraelar og Bandaríkjamenn fordæma ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynja Dan birtir myndir af meintum þjófum – „Þeir einu sem geta kært mig fyrir þetta eru þeir sjálfir“

Brynja Dan birtir myndir af meintum þjófum – „Þeir einu sem geta kært mig fyrir þetta eru þeir sjálfir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælendur ósammála um árásina á Eyþór – „Gjörningur“ – „Mjög eigingjörn aðgerð“

Mótmælendur ósammála um árásina á Eyþór – „Gjörningur“ – „Mjög eigingjörn aðgerð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fleiri jákvæðir en neikvæðir í garð Borgarlínunnar

Fleiri jákvæðir en neikvæðir í garð Borgarlínunnar