fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Fréttir

Enn fleiri skilaboð Trump til Epstein líta dagsins ljós – „Þú ert bestur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. júlí 2025 08:30

Jeffrey Epstein og Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fátt er meira rætt um í Bandaríkjunum en Epstein-skjölin svokölluðu og sér í lagi samband níðingsins látna og Donald Trump, Bandaríkjaforseti.

Á undanförnum dögum hefur ýmislegt komið í dagsljósið eða rifjað upp varðandi samband þeirra. Til að mynda að Epstein mætti í brúðkaup Trump og Mörlu Maples árið 1993, sem bendir til þess að mennirnir hafi verið meira en bara kunningjar, eins og forsetinn hefur haldið fram.

Þá greindi Wall Street Journal frá því að í safni bréfa sem Ghislaine Maxwell tók saman í tilefni af fimmtugsafmæli Jeffreys Epstein árið 2003 á að hafa  verið að finna bréf merkt nafni Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Bréfið hafi innihaldið nektarteikningu af konu þar sem nafnið „Donald“ var skrifað í stað skapahára. Í lok bréfsins stóð: „Til hamingju með afmælið – og megi hver dagur verða annað yndislegt leyndarmál.“

Trump brást illur við og hyggst kæra blaðið virta fyrir rógburð.

Nú hafa önnur pínleg skilaboð forsetans verið rifjuð upp. Árið 1997 kom út bókin Trump: The Art of the Comeback. Forsetinn sendi þá eintak þegar í stað til Epstein sem innihélt hlýja kveðju. „Til Jeffrey – þú ert bestur,“ skrifaði Trump til vinar síns.

Ljóst er að forsetinn er að verða fyrir gríðarlegri pressu vegna málsins en margir af sanntrúuðum stuðningsmönnum hans eru æfareiðir yfir því að hin svokölluðu Epstein-skjöl hafi ekki verið gerð opinber eins og lofað hafði verið.

Samsæriskenningarnar krauma en margir hafa gaman að því að Trump, sem hefur verið manna duglegastur við að nýta sér slíkar kenningar, sé nú að bragða á eigin meðali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefna á að reisa stöð fyrir þrjár milljónir tonna af koltvísýringi í Ölfusi

Stefna á að reisa stöð fyrir þrjár milljónir tonna af koltvísýringi í Ölfusi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eyþór ljósmyndari ætlar að kæra manninn sem skvetti á hann rauðri málningu – Árásarmaðurinn sýnir enga eftirsjá

Eyþór ljósmyndari ætlar að kæra manninn sem skvetti á hann rauðri málningu – Árásarmaðurinn sýnir enga eftirsjá