fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Fréttir

Kona í Grafarvogi greindi frá þjófnaði Wolt sendils en viðbrögðin voru önnur en hún átti von á – „Þetta er með furðulegustu sögum sem ég hef heyrt“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 22. júlí 2025 11:30

Sendillinn tók poka og gramsaði í ruslinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona í Grafarvogi greindi frá því í íbúagrúbbu hverfisins að sendill frá Wolt hefði stolið poka af dósum sem var fyrir utan íbúðina. Fékk hún þó ekki aðeins þá samúð sem hún bjóst sennilega við.

„Held ég hafi aldrei verið vitni að öðru eins,“ segir konan í nafnlausri færslu í gær sem hefur fengið mikil viðbrögð.

Tók dósapokann og gramsaði í ruslinu

„Karlinn minn pantaði frá Wolt núna rétt áðan og þegar að Wolt konan kemur fyrir utan hjá okkur þá leggur hún pokann með matnum og tvær dósir niður hjá hurðinni eins og við biðjum sendlana um að gera og labbar frá hurðinni,“ segir hún. „Við erum síðan með dósapoka fyrir utan hjá okkur (erum á þriðju hæð) og hún kemur til baka og tekur þá, stingur þeim í sendlapokann og tekur dósirnar sem við áttum að fá með matnum líka!“

Ekki nóg með það þá hafi Wolt sendillinn skoðað í ruslapoka líka sem voru í stigaganginum.

„Þessar dósir áttu að fara í pening sem við gætum notað fyrir enda mánaðarins,“ segir konan. „Ætla að setja það inn að þetta var kona, dökk á hörund sem vann fyrir Wolt þar sem hún hefði mest líklegast sagt eitthvað þegar hún sá mig stara hana niður frá þriðju hæð. Í staðinn fór hún bara í bílinn sinn og keyrði á brott.“

Segist hún oft hafa lent í því að fá ekki drykkina sína með sendingum frá Wolt en nú hafi tekið steininn úr. „Þótt dósir séu fyrir utan hjá fólki þá á ekki bara að taka þær,“ segir hún með þjósti.

Ættu að ganga betur um

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa en samúð er ekki endilega í boði. Gagnrýna margir konuna sem skrifaði færsluna.

„Ef þið þurfið að nota dósir í enda mánaðar þá ættuð þið kannski að sleppa skyndibita heimpöntuðum með wolt,“ segir einn.

Ein kona segir staðsetningu pokans senda skýr skilaboð.

„Ef þú skilur dósapoka eftir fyrir framan húsið þitt ertu 100% að gefa þær. Ég myndi aldrei skilja þetta öðruvísi,“ segir hún.

Þá er umgengni hennar einnig harðlega gagnrýnd.

„Hvernig væri að þið genguð betur um í kringum ykkur, ruslapokar í sameign, dósapokar fyrir framan hurðina. Hlýtur að vera alveg æðislegt að vera nágranni ykkar,“ segir einn Grafarvogsbúi.

„Þetta er með furðulegustu sögum sem ég hef heyrt. Segja nágrannarnir ekki neitt við svona umgengni?“ spyr annar.

Réttlætir ekki þjófnað

Aðrir taka þó undir með konunni og segja þessa hegðun Wolt sendilsins óásættanlega eða beinlínis þjófnað.

„Það er ekkert sem réttlætir stuld á flöskupokum þó þeir séu fyrir utan hurðir fólks. Gæti tilheyrt verkefni næsta dags. Að taka svo innifalið gos og stela því er svo annað. Að réttlæta svona hér er stórfurðulegt. Þessi frásögn er ein af mörgum viðbótum sem fólk hefur ritað hér í þó nokkurn tíma. Nú er mál að linni og þjónustuaðilar sinni sinni vinnu af kostgæfni,“ segir ein kona.

„Leiðinlegt að heyra kannski getið þið fundið annan stað fyrir dósirnar hreinn og klár þjófnaður,“ segir önnur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“
Fréttir
Í gær

Vopnað rán í Hlíðunum og skartgripaþjófnaður í miðbænum

Vopnað rán í Hlíðunum og skartgripaþjófnaður í miðbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíðni ristilkrabbameins hjá ungu fólki eykst hratt – Þróunin vekur ugg hjá vísindamönnum

Tíðni ristilkrabbameins hjá ungu fólki eykst hratt – Þróunin vekur ugg hjá vísindamönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hve nánir voru Trump og Epstein?

Hve nánir voru Trump og Epstein?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meira um smyglferð íslensks föður til Hollands – Tók gífurlega áhættu með soninn með sér

Meira um smyglferð íslensks föður til Hollands – Tók gífurlega áhættu með soninn með sér
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“

Einar kærði mann fyrir hatursorðræðu og er ósáttur við viðbrögð lögreglunnar – „Rífið þá á hol, mígið á þá og lík þeirra“