fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 16. júlí 2025 09:00

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlar skipa daglegan sess í lífi margra okkar. Birgir Örn Steinarsson, sálfræðingur og tónlistarmaður, best þekktur sem Biggi Maus, sendi nýlega frá sér lagið Blóðmjólk með hljómsveitinni &MeMM og myndband með. Í laginu skýtur Biggi föstum skotum á svokallaða áhrifavalda.

Sjá einnig: Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur, Ragga nagli, sem búsett er í Danmörku, hefur margoft fjallað um áhrif samfélagsmiðla á sjálfsmynd okkar. 

„Ég gerði þetta einmitt að umtalsefni þegar ég hélt ræðu sem fjallkonan núna sautjánda júní. Þá fór ég einmitt að tala um samfélagsmiðla og notkun þeirra, og ekki bara hjá ungmennum heldur líka hjá fólki á öllum aldri og hvaða áhrif þetta hefur á okkar andlegu heilsu og ekki síður líkamlega heilsu,“ segir Ragga aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af stöðunni.

Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni fyrr í vikunni segir hún mikla aukningu í kvíða hjá unglingum á árunum 2005-2019. Til dæmis börn 12-17 ára sem upplifa þunglyndi jókst frá 8,7% 2005 upp í 15,/% 2019, sem er bara aukning um fimmtíu prósent. Og tímarit á borð við  Lanse, sem er mjög virkt tímarit, þau nefna samfélagsmiðla sem mögulega orsök fyrir þessari aukningu. Og við sjáum líka bara í enskumælandi heimi að mikil aukning í þunglyndi hjá ungum stúlkum og innlögnum vegna sjálfsvígshugsana hefur fjölgað mjög mikið á þessu tímabili. Við sjáum þetta aukast upp úr 2012, 2014 með tilkomu Instagram og þessara samfélagsmiðla sem að notast mikið við myndir.

Ragga rekur að Facebook kom til sögunnar 2004 og árið 2008 er það mikið notað meðal fólks til þess að tengjast og segja frá okkur sjálfum. Segir hún það samfélagsmiðla, eins og TikTok, Snapchat og Instagram sem kom 2015 og notast aðallega við myndir sem hafi meiri áhrif.

Þetta eru ekki lengur bara tæki til tengsla. Samfélagsmiðlun eru ekki alslæmir. Þeir náttúrlega hjálpa fólki að tengjast og tilheyra hópum og finna svona sameiginleg áhugamál og svoleiðis, en þeir hafa þessa neikvæðu hliðar líka þar sem að fólk er, sérstaklega ungmenni, eru að sjá ýmislegt sem er miður uppbyggilegt og geta einmitt farið inn á og fundið hópa þar sem er verið til að til dæmis að svona prómóta átraskanahegðun. Það til dæmis sjáum við hjá ungum stúlkum og það var ein mjög áhugaverð rannsókn sem Sálfræðingafélagið í Bandaríkjunum, American Psychological Association gerði, þar sem þeir létu bæði stúlkur og stráka minnka samfélagsmiðlanotkun að morgni alveg um 50% og þeir sjá eftir þrjár vikur að þá voru þeir mun ánægðari með líkamann, sýndu svona meiri sátt með líkamann og sína þyngd.

Samfélagsmiðlar hafa ekki síður áhrif á fullorðna að sögn Röggu, bæði hvað varðar líkamsímynd og kvíða. Segist Ragga sjá ummerki þar um hjá sínum skjólstæðingum.

„Fólki finnst það aldrei vera að gera nóg af því að þú ferð inn á samfélagsmiðla og allt í einu höfum við þessa innsýn í heim hjá ekki bara fræga fólkinu. Í gamla daga gat maður bara farið og keypt eitthvað tímarit og maður sá bara eitthvað slúður. Núna ertu bara heima hjá fólki og þú sérð allt sem þau eru að gera og það er verið að fara í gönguferðirnar og baka súrdeigsbrauð og skreyta kökur og kex og börnin í einhverjum hörfötum og allt er bara æðislegt. Og þú horfir á Cheerios pakkana á gólfinu hjá þér og ég er ekki að gera nóg. Og það er innræti hjá fólki: ég er ekki nóg, ég er ekki að gera nóg. Þá fer það í þennan dugnaðarkvíða og fer að gera of mikið og oft leiðir þetta bara til kulnunar, streitu og svefnleysis.

Segir Ragga folk geta upplifað kulnun víða, hún sé ekki bara vinnutengd.

Við getum upplifað kulnun sem foreldri, sem systkini, sem umönnunaraðili, sem börn, þannig að kulnun kemur inn á svo mörg svið. Við erum náttúrulega bara með svona ákveðið þol yfir daginn og ef fatan okkar er stútfull, að það má ekki koma einn dropi að, þá bara flæðir allt yfir og við förum í streitu.

Ragga ræðir einnig einmanaleikafaraldurinn, sem er aukning í með tilkomu samfélagsmiðla,  en 50%, upplifa einmanaleika einhvern tímann á ævinni. Segir Ragga það skjóta skökku þar sem samfélagsmiðla eiga að fá fólk til að tengjast og til þess að vera í sambandi. 

Það kemur að því að við erum ekki í þessu fýsíska kontakti lengur. Við erum ekki að hittast eins mikið heldur fara samskiptin fram í staðinn fyrir að nota raddbönd og augu og snertingu þá erum við með skjá og þumla.

Ragga segir algórythmann fóðra okkur óumbeðið og það fóðra kvíða og andlega vanlíðan meðal fólks.

Þetta er svo nýtt fyrir okkur, þetta er náttúrulega bara tíu ára gamalt. Ég líki þessu oft saman við þegar að skyndibitastaðir komu á markað. Allt í einu var bara pizza á hverju kvöldi og svo bara buxurnar orðnar þröngar. Og ég bara bullandi slenaður, ég þarf kannski aðeins aðeins að minnka þetta. Þannig að ég held að við eigum eftir að temja okkur betri umgengnisreglur í kringum símann. Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími. Hann fer bara inn á bað og hann er bara þar. Hann fer aldrei inn í svefnherbergi.

Ragga segist vakna bara við gamaldags vekjaraklukku.

Hlusta má í viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsir sig vanhæfan í máli sem tengist nánum ættingja

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsir sig vanhæfan í máli sem tengist nánum ættingja
Fréttir
Í gær

Sakaður um að ferðast með barnaklám frá Íslandi til Bandaríkjanna – Allt að fjögurra ára gömul börn

Sakaður um að ferðast með barnaklám frá Íslandi til Bandaríkjanna – Allt að fjögurra ára gömul börn