fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Pétur sár út í Kristrúnu: Segir þúsundum Íslendinga hafa runnið kalt vatn milli skinns og hörunds við þessi orð hennar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. júní 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ummælin voru með þeim hætti að þeim þúsundum Íslendinga sem eiga allt sitt undir ferðaþjónustunni rann kalt vatn milli skinns og hörunds,“ segir Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í aðsendri grein á Vísi í dag.

Hann segir að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hafi sent íslenskri ferðaþjónustu heldur kaldar kveðjur í viðtali sem hún veitti mbl.is eftir ríkisstjórnarfund á dögunum.

Kristrún sagði í umræddu viðtali að hálaunastörf yrðu í forgrunni í atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar sem verður kynnt í haust. Í því samhengi sagði hún að skoða hvort eðlilegt sé að ferðaþjónustugeirinn á Íslandi vaxi frekar.

Ekki vaxið síðan 2018

„Kristrún gaf í skyn að vöxtur ferðaþjónustunnar væri vandamál og tók undir að ferðaþjónustan væri innviðafrek. Hún sagði að ferðaþjónustan kostaði mikið umstang og gaf í skyn að greinin flytti inn of mikið að erlendu vinnuafli sem reyndi of mikið á innviði landsins, húsnæðismarkað, heilbrigðisþjónustu og vegakerfið og drægi úr hagvexti reiknaðan niður á höfðatölu. Að nú þyrfti beinlínis að skoða hvort eðlilegt væri að ferðaþjónustan á Íslandi fái að vaxa áfram,“ segir Pétur sem bætir við að því miður – eða kannski sem betur fer – standist nánast ekkert af því sem Kristrún sagði.

Pétur segir að í fyrsta lagi sé vöxtur ferðaþjónustunnar ekki mikill og hún hafi í raun ekki vaxið frá árinu 2018, hvort sem litið er til fjölda ferðamanna eða fjölda starfsfólks í greininni. Þá hafi fjöldi gesta og dvalartími þeirra árið 2024 verið undir árinu 2018 og það stefnir í fækkun ferðamanna á þessu ári.

Ekki við ferðaþjónustuna að sakast

Þá segir hann ekki rétt að ferðaþjónustan sé innviðafrek.

„Í okkar fámenna landi ættum við að vera þakklát fyrir að gestirnir okkar bæti nýtingu innviða landsins, greiði fyrir það fullt gjald og hjálpi okkur þar með við fjármögnun þeirra og rekstur. Hvergi eru gestir okkar að nota innviði án þess að greiða fyrir þá. Rétt er að minnast sérstaklega á vegakerfið í því sambandi. ALLIR okkar gestir greiða fullt gjald fyrir að nota vegina okkar en stjórnmálamenn hafa hinsvegar ekki skilað þeim fjármunum til innviðafjárfestinga. Þar er ekki við ferðaþjónustuna að sakast,“ segir Pétur meðal annars.

Hann nefnir fleiri dæmi máli sínu til stuðnings, til dæmis að ferðaþjónustan hafi ekki flutt inn meira af erlendu vinnuafli en aðrar greinar á Íslandi síðastliðin ár. Þá skapi ferðaþjónustan allskonar störf, bæði í greininni sjálfri og tengdum greinum og þar sé allur launaskalinn undir.

„Þannig fundu til að mynda iðnaðarmenn, listamenn, gosdrykkjaframleiðendur, bændur, arkitektar, verkfræðingar og lögfræðingar fyrir neikvæðum áhrifum á verkefnastöðuna í heimsfaraldrinum þegar ferðaþjónustan stöðvaðist nær alveg. Það er leiðinlega lífseig goðsögn að öll störf í ferðaþjónustu á Íslandi séu láglaunastörf. Þeir sem halda slíku fram opinbera fyrst og fremst eigin vanþekkingu á virðiskeðju og umfangi atvinnugreinarinnar,“ segir Pétur.

Pétur segir svo í síðasta lagi að aukin verðmætasköpun í ferðaþjónustunni byggi á markvissri vöru- og tækniþróun og því að laða hingað til lands réttu viðskiptavinina.

„Þar hafa stjórnvöld sjálf dregið lappirnar með því að fjárfesta ekki í almennri markaðssetningu landsins á okkar lykilmörkuðum. Lengri dvalartími, hærri tekjur á hvern gest og aukin arðsemi verða ekki til nema við sendum réttu skilaboðin til réttra viðtakenda (markhópa) á erlendum mörkuðum. Þar vantar nú mikið uppá að stjórnvöld sinni sínu mikilvæga hlutverki þrátt fyrir ítrekaðar og skýrar ábendingar nær allra í stoðkerfi ferðaþjónustunnar hér á landi síðustu ár.“

Grein Péturs má lesa í heild sinni á vef Vísis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin