fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Egill tjáir sig um áformin umdeildu – „Hún er algjörlega forljót“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. júní 2025 11:30

Egill Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efnt hefur verið til undirskriftasöfnunar til að mótmæla þeim áformum að reisa nokkur fjölbýlishús á lóð við Birkimel í vesturbæ Reykjavíkur þar sem nú stendur bensínstöð Orkunnar. Miðað við umræður á samfélagsmiðlum sýnist sitt hverjum en meðal þeirra sem lýsa ánægju sinni með að bensínstöðin þurfi að víkja er hinn þjóðþekkti sjónvarpsmaður Egill Helgason, í Facebook-færslu.

Eins og DV greindi frá í gær eru andmælin einkum á þeim grundvelli að áformin feli í sér of mikla þéttingu á ekki stærri lóð.

Hrinda af stað undirskriftalista gegn þéttingu á bensínstöðvarlóð í Vesturbænum – „Björgum Birkimel“

Í umræðum á samfélagsmiðlum fagna hins vegar sumir áformunum með vísan til sífellds húsnæðiskorts en þeir sem andmæla vísa, til viðbótar við að þéttingin sé of mikil, til þess að ekki sé gert ráð fyrir nægilega mörgum bílastæðum vegna þess fjölda íbúða sem eiga að vera í fyrirhuguðum húsum.

Egill tjáir sig ekki um þéttingaráformin á lóðinni sem slík heldur kýs að halda sig við fagurfræðina:

„Það er deilt um byggingu á Birkimelnum þar sem nú er bensínstöð. Hún er algjörlega forljót og þarf að hverfa. En svona leit þetta út þegar ég var strákur. Glæsilegur módernismi – bensínstöðin svona létt og falleg – held að Hannes Davíðsson hafi teiknað hana – og hið glæsilega nútímahótel fyrir aftan. Og bílarnir passa vel inn í umhverfið. Skiltið hógvært og flott – ekki svona lógóferlíki eins og maður sér í dag.“

Færslu Egils með mynd af bensínstöðinni eins og hún leit út á hans yngri árum má sjá hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Pútín fjárfestir – Ætlar að hraðsmíða kjarnorkukafbáta

Pútín fjárfestir – Ætlar að hraðsmíða kjarnorkukafbáta
Fréttir
Í gær

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar
Fréttir
Í gær

Fjölmiðlamaðurinn gáttaður – „Þær eru hreint furðulega dýrar“

Fjölmiðlamaðurinn gáttaður – „Þær eru hreint furðulega dýrar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vont veðurútlit fyrir verslunarmannahelgina en „ýmislegt getur gerst í millitíðinni“

Vont veðurútlit fyrir verslunarmannahelgina en „ýmislegt getur gerst í millitíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“