fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Þungur andi hjá Félagsbústöðum: Sigrún sat heima á meðan starfsmenn skemmtu sér í Króatíu – „Það var bara af ákveðnum ástæðum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. maí 2025 19:25

Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagsbústaðir, sem eru fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar með það meginlutverk að veita fólki í erfiðri stöðu leiguhúsnæði, hafa verið mikið í fréttum undanfarna daga vegna skelfingarástands í fjölbýlishúsi við Bríetartún, en íbúðir þar eru í eigu Félagsbústaða.

Síbrotakona um þrítugt hefur haldið íbúum hússins í heljargreipum ofbeldis, þjófnaðar og skemmdarverka. Kona sem hætti að greiða leigu til að leggja áherslu á kröfu sína um flutning í annað húsnæði, til að losna frá ofbeldi síbrotakonunnar, var borin út úr íbúð sinni á þriðjudagsmprgun.

Sjá einnig: Sigurbjörg borin út og grætur ráðalaus úti á götu

Félagsbústaðir hafa einnig verið í fréttum vegna annarra mála, sem varða starfsanda hjá fyrirtækinu. Íbúar kvarta undan því við blaðamenn að mjög erfitt sé að ná sambandi við fyrirtækið í síma og fyrirspurnum sé illa og jafnvel ekki sinnt. Þá hafi stórlega dregið úr viðhaldi og viðgerðum í leiguhúsnæði fyrirtækisins. Þetta ástand er að hluta til rakið til starfsandans hjá fyrirtækinu.

Sjá einnig: Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Fullyrt hefur verið að ógnarstjórn ríki á vinnustaðnum og hafi hún náð hámarki þegar starfsmanni var sagt fyrirvaralaust upp á starfsmannafundi í lok febrúar. Í kjölfar þess skrifuðu 90% starfsfólks undir vantraustsyfirlýsingu á framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Sigrúnu Árnadóttur, og var yfirlýsingin, sem fól í sér kröfu um að Sigrún yrði send í leyfi og málið rannsakað, send til stjórnar Félagsbústaða. Stjórnin varð ekki við þessari kröfu en pantaði þess í stað vinnustaðaúttekt hjá fyrirtækinu Auðnast sem sérhæfir sig vinnu- og heilsuverndarstarfi.

„Ég bara ætla ekki að svara því“

Dagana 1.-5. maí var flest starfsfólk Félagsbústaða í árshátíðarferð í Split í Króatíu. Framkvæmdastjórinn Sigrún Árnadóttir fór ekki í þessa ferð. Óvenjulegt er að hæstsetti stjórnandi fyrirtækis taki ekki þátt í árshátíðarfögnuði starfsfólks, að ekki sé talað um árshátíðarferð til útlanda.

Aðspurð um kostnað við ferðina segir Sigrún, í viðtali við DV, að starfsmannafélagið hafi staðið straum af kostnaði. Starfsfólk hafi lagt til hliðar í nokkurn tíma til að safna fyrir ferðinni. Þeir makar sem kusu að fara með greiddu síðan allan kostnað fyrir sig. Aðspurð hvers vegna Sigríður fór ekki með í ferðina segir hún:

„Það var bara af ákveðnum ástæðum, sem ég ætla ekki að gefa sérstaklega upp, að þá fór ég ekki. Það var ágætt, við vorum hérna nokkrar sem sáum um að svara í símann á meðan.“

En er starfsandi þungur á skrifstofu Félagsbústaða? Hvað viltu segja um vantrauststillöguna gegn þér?

„Ég ætla bara ekki að svara því. Ég vil ekki tjá mig um vantraustið núna, það er bara í vinnslu og hefur verið í ákveðnum farvegi. Við fórum í vinnustaðaúttekt hjá fyrirtækinu Auðnast, sem er langt komin.“

Aðspurð um hvað henni finnist um viðbrögð stjórnar Félagsbústaða við vantrauststillögunni segir hún: „Stjórnin hefur bara tekið sína ábyrgð með því að ákveða að fara í vinnustaðaúttekt.“

En viltu segja eitthvað um starfsandann?

„Neinei, starfsemin er bara í sínum gangi og allir eru að sinna sinni vinnu.“

DV ræddi einnig við Sigrúnu í gær um ástandið í fjölbýlishúsi Félagsbústaða við Bríetartún. Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Missir af EM
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa
Fréttir
Í gær

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði