fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
Fréttir

Úlfar mátti neita einhverfum manni um inngöngu í landið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. maí 2025 19:30

Úlfar Lúðvíksson. Mynd: Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun sem tekin var af lögreglustjóranum á Suðurnesjum í janúar síðastliðnum. Þáverandi lögreglustjóri var Úlfar Lúðvíksson en hann tók þá ákvörðun að vísa albönskum manni, sem er einhverfur, frá landinu daginn eftir komu hans en maðurinn fékk aldrei leyfi til að yfirgefa flugstöðina á Keflavíkurflugvelli.

Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að maðurinn hafi komið til landsins 20. janúar frá Amsterdam í Hollandi. Daginn eftir vísaði Úlfar honum frá landinu. Í lögregluskýrslu kom fram að maðurinn hafi verið á ferð með bróður sínum, sem búsettur væri á Íslandi. Sagði maðurinn að bróðir hans myndi sjá honum fyrir uppihaldi á meðan Íslandsdvölinni stæði og hélt hann að bróðirinn hefði bókað farmiða fyrir hann úr landi að nýju.

Í skýrslunni kom enn fremur fram að maðurinn hafi eingöngu haft 100 evrur í peningum meðferðis og hafi hann sagt að hann myndi að öðru leyti ætla að nota greiðslukort bróður síns. Í fyrstu sagðist maðurinn ekki hafa nein ferðaplön en síðar breytti hann framburði sínum á þá leið að hann myndi skoða fossa og náttúrulaugar. Fram kom í skýrslunni að manninum hafi verið boðið að ráðfæra sig við lögmann og undirritaði hann umboð lögmanns þar að lútandi. Lögreglumenn hafi þó ekki getað ábyrgst fjárræði hans og því ekki vottað umboðið. Í kjölfarið hafi verið tekin ákvörðun um að vísa manninum frá landinu sökum ónógs fjármagns. Honum var síðar gefinn frestur til þess að afla sér farmiða úr landi sem bróðir hans hafði milligöngu um. Maðurinn flaug að nýju til Amsterdam að kvöldi 22. janúar 2025 en eins og áður segir fékk hann, á þeim tveimur dögum sem hann dvaldi hér ekki, að yfirgefa flugstöðina.

Kæra

Daginn eftir kærði maðurinn málsmeðferðina til kærunefndar útlendingamála.

Í kæru mannsins kom fram að hann hefði verið á ferð með bróður sínum og mágkonu. Kom fram að maðurinn væri tímabundið í umsjá bróður síns þar sem hann væri einhverfur og hefði þroska á við 10 ára barn.

Maðurinn sagði að hálfur sólarhringur hafi liðið frá því að hann kom til landsins og þar til hann leitaði til lögmanns en á meðan hafi honum verið gert að halda sig á afmörkuðu svæði á Keflavíkurflugvelli og hafi ekki fengið neinn mat. Þetta hafi verið áður en honum hafi verið tilkynnt ákvörðun lögreglustjórans en hún hafi loks verið birt honum aðfaranótt 22. janúar og áður hafi honum verið tjáð að ekki yrði haft frekara samband við lögmanninn vegna málsins.

Sagði maðurinn að hann væri ófær um að ferðast einn og hefði bróðir hans keypt farmiða fyrir þá til Amsterdam og ferðast með honum þangað.

Í kærunni var því vísað á bug að maðurinn hafi ekki haft nægileg fjárráð til að dvelja á landinu. Bróðir hans hafi séð um fjármáls hans og lögreglan hafi verið upplýst um að bróðirinn myndi ábyrgjast framfærslu hans. Kom einnig fram í kærunni að þegar maðurinn fékk loks aðstoð lögmanns hafi illa gengið að ná sambandi við lögregluna á Suðurnesjum vegna málsins og því hafi verið brotið gegn rétti mannsins til að njóta aðstoðar lögmanns.

Andmæli

Var einnig í kærunni fullyrt að brotið hefði verið gegn andmælarétti mannsins og ákvörðunin hafi heldur ekki verið nægilega rökstudd. Kom enn fremur fram að brotið hafi verið gegn réttindum hans með því að halda honum of lengi á Keflavíkurflugvelli.

Í niðurstöðu kærunefndar útlendingamála kemur fram að engin gögn hafi verið lögð fram sem staðfesti að maðurinn hafi verið sviptur sjálf- og fjárræði né heldur gögn sem sanni það að bróðir mannsins sé lögráðamaður hans. Maðurinn hafi ekki getað framvísað farmiða frá landinu og ekki haft næg fjárráð til dvalarinnar. Því hafi ekki verið hægt að slá því föstu hversu lengi hann myndi dvelja á landinu. Þar að auki hafi maðurinn áður dvalið á landinu umfram lögbundið hámark. Því yrði að gera strangari kröfur til framlagningar gagna og trúverðugleika framburðar mannsins.

Ákvörðun Úlfars um að vísa manninum frá landinu er því staðfest.

Nefndin tekur ekki undir að málsmeðferðinni hafi verið ábótavant. Aðgengi mannsins að lögmanni hafi verið tryggt. Þegar kemur að fullyrðingum um ómannúðlega og vanvirðandi meðferð af hálfu lögreglunnar er manninum ráðlagt að snúa sér til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða
Fréttir
Í gær

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt
Fréttir
Í gær

Rifbreinsbraut konu og stal af henni símanum

Rifbreinsbraut konu og stal af henni símanum