fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. maí 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling og Morgunblaðið hafa löngum eldað grátt silfur saman og engin breyting hefur orðið á því í dag á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks. Upplýsingafulltrúi Eflingar gagnrýnir harðlega framsetningu fréttar á vef blaðsins, Mbl.is., af þeirri staðreynd að greiða þurfti aðgangseyri til að komast á fjölskylduskemmtun félagsins sem haldin verður síðar í dag þegar útifundi á Ingólfstorgi lýkur.

Fyrirsögn fréttarinnar er „Efling rukkaði inn á fjölskylduskemmtunina“ en fréttin er afar stutt. Þess er getið að skemmtunin er haldin á Hvalasafninu á Granda og greiða hafi þurft 500 krónur fyrir aðgöngumiða.

Freyr Rögnvaldsson upplýsingafulltrúi Eflingar sem hefur sjálfur starfað við blaðamennsku er ekki sáttur við þessa framsetningu Morgunblaðsins og fer ekki í grafgötur með það á samfélagsmiðlum:

„Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn hjá Mogganum. Miðinn inn á fjölskylduhátíð Eflingar kostaði litlar 500 krónur en allt sem í boði er á hátíðinni er innifalið. Og það er ekki lítið.“

Síðan telur Freyr upp það helsta sem er í boði fyrir þessar 500 krónur en eins og áður segir kom ekkert fram um það í frétt Morgunblaðsins.

Í boði verða meðal annars pizzur, hamborgarar, kleinuhringir, popp, ís, kandífloss, tónlistarflutningur, sirkus, myndabás, andlitsmálning fyrir börn og fleira.

Þess er heldur ekki getið í fréttinni að miðar á skemmtunina voru seldir í forsölu til félagsfólks í Eflingu og fjölskyldna þeirra og var uppselt fyrir tveimur dögum.

Mörgum sem rita athugasemd við færslu á Facebook-síðu Mbl þar sem fréttinni er deilt þykir ekki mikið til fréttaflutningsins koma. Sem dæmi má nefna eftirfarandi:

„Þetta er svakalegt!!! Veit Hallgrímur Helga þetta!?“

„Frétt, það var að berast frétt.“

„Gúrkutíð hjá Mogga.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Telja að skuggaskip Rússa geti tengst níu drónaárásum í Evrópu

Telja að skuggaskip Rússa geti tengst níu drónaárásum í Evrópu
Fréttir
Í gær

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birta mynd af meintum hryðjuverkamanni í Manchester

Birta mynd af meintum hryðjuverkamanni í Manchester