fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. apríl 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir og framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, segir að starfsfólki hafi sárnað að lesa skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um viðbrögð stofnunarinnar við slysi um borð í Sólborgu RE-27 þann 5. September í fyrra.

Súsanna lýsir þessu í viðtali í Morgunblaðinu í dag en fjölmiðlar, þar á meðal DV, fjölluðu um efni skýrslunnar í vikunni.

Tveir skipverjar slösuðust þegar skipið var við veiðar á Hornbanka norður af Horni. Skipið fékk á sig hnút með þeim afleiðingum að tveir skipverjar slösuðust þegar veiðarfærið rann til og á mennina. Annar fékk mikið högg á hné og var talið að hann væri mikið slasaður. Eftir samráð við vakthafandi lækni Landhelgisgæslunnar var ákveðið að sigla með þá slösuðu til Ísafjarðar og kom skipið til hafnar um miðja nótt.

Í skýrslunni var fundið að því að ekki reyndist unnt að skrá mennina inn á sjúkrahúsið fyrr en klukkan átta um morguninn. Var mönnunum þó boðin aðstaða í herbergi stofnunarinnar og tekið fram í skýrslunni að enginn hafi vitjað þeirra um morguninn. „Að lokum fór sá sem var minna slasaður fram og kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim,“ segir í skýrslu nefndarinnar.

Er því beint til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða (HVest) að komið sé á verklagi sem tryggi að sjómenn sem þangað þurfa að leita á öllum tímum sólarhringsins fái tilskylda umönnun.

Súsanna gagnrýnir það að Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafi gefið út opinbera skýrslu án þess að leita gagna eða upplýsinga frá stofnuninni. Bendir hún á í samtali við Morgunblaðið að engin bráðamóttaka sé á stofnuninni heldur meti læknir það hverju sinni hvort tilfelli þarfnist samstundis skoðunar.

„Í þessu til­viki voru menn­irn­ir tveir skoðaðir um leið og þeir komu í höfn en ástand þeirra metið þess eðlis að ekki þyrfti að leggja þá inn og það mætti bíða með frek­ari rann­sókn­ir þar til dag­inn eft­ir,“ seg­ir hún við Morgunblaðið og bætir við:

„Það er ekki í hönd­um heil­brigðis­stofn­ana að út­vega ein­stak­ling­um gist­ingu, og hefði verið best að út­gerðin gerði ráðstaf­an­ir dag­inn áður þegar ljóst var í hvað stefndi. Það var fyr­ir góðvilja HVest að við buðum þeim að gista hjá okk­ur held­ur en vísa þeim á dyr. Þeir voru því á eig­in veg­um á spít­al­an­um, ekki inn­lagðir,“ segir hún.

Súsanna segir að starfsfólki hafi sárnað þessi umfjöllun og haft hafi verið samband við Rannsóknarnefnd samgönguslysa til að fá frekari útskýringar á málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada