fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. apríl 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari ákærði þá Gísla Rúnar Sævarsson og Eirík Hilmarsson fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækisins PURUS sem núna er gjaldþrota og afskráð.

Þeim var, sem daglegum stjórnendum PURUS, gefið að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum félagsins fyrir tímabilin mars-apríl 2019 og september-október 2020 og látið undir höfuð leggjast að greiða virðisaukaskatt upp á samtals rétt rúmlega 40 milljónir króna.

Í annan stað voru þeir ákærðir fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir ágúst árið 2019 og janúar árið 2020 og nema þessar upphæðir rúmlega 28 milljónum hjá hvorum fyrir sig.

Réttað var í málinu í Héraðsdómi Reykjaness og voru báðir fundnir sekir. Gísli var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða tæplega 70 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs.

Eiríkur var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og einnig til að greiða tæplega 70 milljónir í sekt.

Dóminn má sjá hér.

Árið 2020 var Gísli Rúnar sakfelldur fyrir skattalagabrot í rekstri á öðru fyrirtæki. Þau brot voru framin á árunum 2016 til 2018 en umrætt félag varð síðan gjaldþrota. Gísli Rúnar var dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 107,4 milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada