fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Margir svikapóstar í gangi – Lögreglan varar við „screen-sharing“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 4. apríl 2025 16:00

Netglæpamenn eru iðnir við kolann núna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluembætti á landinu, svo sem á Norðurlandi eystra og Austurlandi, hafa nýlega varað við svikapóstum sem ganga um internetið. Sérstaklega er varað við aðilum sem bjóðast til þess að aðstoða fólk í gegnum svokallað „screen-sharing.“

„Lögreglan varar við ítrekuðum tilraunum til ýmis konar fjársvika,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Bent er á að talsvert sé um svikapósta til bæði einstaklinga og fyrirtækja þessi misserin. Einnig símtöl frá símanúmerum sem líta jafn vel út fyrir að vera íslensk og eru skráð á íslenska aðila en reynast svo vera frá glæpamönnum. Varar lögreglan við gylliboðum frá slíkum aðilum.

„Ef það hljómar of gott til að vera satt þá er það líklegast ekki satt,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Sjá einnig:

Netþrjótar herja á landsmenn eftir skattskil – „Svikapóstahrinur sem við höfum séð á undanförnum misserum hafa verið mjög sannfærandi“

Sem dæmi er nefnt að fólki sé talið trú um að það eigi fjármuni á lokuðum reikningum, til dæmis í svokölluðu „lokuðu veski“ á rafmyntareikningi. Fólki er sagt að það þurfi að millifæra smá upphæð til að losa fjármagnið, sem sé vitaskuld ekki til. Þannig komast netglæpamennirnir yfir kortaupplýsingar viðkomandi.

Einnig er sérstaklega varað við svokölluðu „screen-sharing.“ Það er að þegar fólki er boðin „aðstoð“ með því að setja upp búnað sem hleypi honum inn á tölvuna. Það er að hann geti þá séð tölvu fórnarlambsins og komist yfir upplýsingar þar, svo sem aðgang að tölvupósti, heimabanka og fleiru. Mikið tjón geti hlotist af þessu.

„Ekki er allt gull sem glóir sagði einhvers staðar og ef lofað er skjótum gróða er rétt að staldra við og hugsa málið áður en fjármunir eru sendir inn á „reikninga“ erlendis, þeir fjármunir eru þá horfnir um leið og færslan hefur verið framkvæmd,“ segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi. „Tölvupóstar og skilaboð eru oft á tíðum send í nafni íslenskra stofnana og fyrirtækja sem virka trúverðug en þegar betur er skoðað sést t.d. netfang sem passar ekki við viðkomandi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada