

Þetta má að minnsta kosti lesa úr færslu sjónvarpsmannsins Egils Helgasonar sem birti mynd af sjálfsafgreiðslukössum í bresku verslunarkeðjunni M&S. Við myndina skrifaði Egill stuttan texta: „Ég hata – sjálfsafgreiðslu í búðum.”
Á fjórða hundruð fylgjenda Egils settu „læk“ við færsluna og má skilja sem svo að margir séu sammála honum. En þó ekki allir, enda eru komnar vel á annað hundrað athugasemdir við færsluna.
„Hvers vegna? Þetta er þægilegt, gengur hraðar fyrir sig og er nútíma þróun. Alveg eins og þegar hætt var að nota lyftuverði og fólki treyst fyrir því að ýta sjálft á takkana,“ segir blaðamaðurinn Bjarni Sigtryggsson. Þessu svaraði Egill svona og uppskar eflaust bros frá mörgum:
„Hryllilega leiðinlegt og óþægilegt. Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum.“
„Skiptir engu, hvorki til eða frá,“ sagði Þorfinnur Ómarsson undir færslu Egils. „Bara ópersónulegri og leiðinlegri heimur, því miður svo margt sem er að þróast í þá átt. Og oft er reyndar bara verið að hafa af manni peninga með nýjum aðferðum,“ svaraði Egill.
„Besta tækninýjung sögunnar,“ segir Flosi Þorgeirsson og heldur áfram: „Ekki þarf maður lengur að draga vörurnar að þreyttum og fúlum unglingum sem myndu miklu frekar vera í partý hjá Óla eða jafnvel uppí skóla.“
„Vá hvað fólk getur verið ólíkt,“ segir listakonan og þingmaðurinn fyrrverandi Sara Oskarsson og bætir við: „Mér finnst þetta svo miklu betra – nenni ekki að einhver sé að káfa á öllu sem ég kaupi og tala við mig með blank expression í stökum orðum og mónótón (langoftast).“
En það er óhætt að segja að fleiri séu sammála Agli en ósammála eins og sést á þeim athugasemdum sem skrifaðar hafa verið og sjást að hluta hér að neðan.
„Nota þessa þjónustu aldrei.“
„Allt ömurlegt við þetta.“
„Sammála! Augljóslega ekki gert fyrir viðskiptavinina.“
„Ég líka og nota það aldrei.“
„Ég líka, þoli ekki þetta kerfi.“
„Sammála! Þetta tæmir sálina!“