fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Dregur úr skjálftavirkni eftir öflugan skjálfta í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. apríl 2025 07:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hélt áfram í nótt en hefur farið minnkandi frá fyrri dögum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands.

Í henni segir að virknin sé nokkuð jafndreifð um kvikuganginn, frá Stóra Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Dýpi skjálfta er enn þá nokkuð stöðugt, eða á milli 4 og 6 kílómetrar.

 Um klukkan 17:30 í gær, 3. apríl, hófst kröftug hrina gikkskjálfta við Trölladyngju norðvestan við Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn sem mældist var 3,9 að stærð rétt fyrir klukkan 23 en alls mældust 5 skjálftar yfir 3 að stærð síðan hrinan hófst klukkan hálf sex.

Fjölmargar tilkynningar bárust Veðurstofunni um að skjálftarnir hefðu fundist í byggð. Eftir miðnætti hefur hægt og bítandi dregið úr fjölda gikkskjálfta á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada