fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafn Jónsson, pistlahöfundur með meiru,  segir Kveiksþátt gærkvöldsins, um skipulagðar njósnir af hálfu Björgólfs Thors Björgólfssonar listaverk bæði í efnistökum og samsetningu.

„Þetta var eins og að horfa á alvöru Hollywood glæpaópus eins og The Departed nema allir voru fullkomlega vanhæfir að gera eitthvað algjörlega tilgangslaust. Algjört svarthol af sóun á fjármunum og tíma sem skilaði engu af sér nema hóp af mönnum að festa sjálfan sig í sjálfofnum vef af glæpum og spillingu. Algjört og fullkomið sjálfsmark allra. Listaverk,“

segir Hrafn í færslu sinni á Facebook. 

„Það var svo margt þarna. Sjálfskipuðu einkaspæjararnir sem voru reknir úr gömlu vinnunni sinni fyrir spillingu að ströggla við að læra á njósnamyndavélina sína; passa sig að vera sjálfir mikið í mynd. Fundurinn þeirra með lögmanna-goon Bjögga sem var alveg sleikjandi gómana allan tímann. Mótorhjólalöggan sem var eins og hún væri klippt út úr einhverjum lögguspillingar IKEA katalóg.“

Hrafn segir að það besta við málið sé hversu ótrúlega tilgangslaust þetta allt var. 

„Gjörningur sem er fæddur út úr einhverri paranoju þessara auðmanna sem hélt engu vatni. Við fylgdumst með 800 klukkustundum af eftirliti með fólki sem var bókstaflega að gera ekki neitt. Tugir milljónir greiddir í njósnir, mútur, spillingu, njósnabúnað til þess að finna nákvæmlega ekki neitt. Það var peak-cinema þegar Villi Bjarna gengur inn í stúdíóið hjá RÚV, Helgi Seljan alvörugefinn í bakgrunninum, sest niður og ýtir á play á fartölvunni og horfir á samklipp af myndefni af sjálfum sér labba inn og út af kaffihúsum, hitta gamla vini. Menn með 22.000 krónur á tímann með sjónauka fyrir utan húsið hans að skrásetja hann bora í nefið, fara í morgunsund, kaupa vínarbrauðslengjur á sunnudagsmorgnum og bóna bílinn sinn. Umferðarlögregluþjónn að rústa mannorði sínu og ferli til þess að skrásetja ferðir bíla sem voru ekki að gera neitt sérstakt. Bara leggja í stæði. Tveir LARP-spæjarar sem söfnuðu engum sönnunargögnum nema gegn sér sjálfum.“

Spyr hversu triggerandi hafi verið fyrir Jón Óttar að sjá nafn Helga á símanum

Hrafn segir síðan að landsfyndnast sé að einn af mönnunum sem sá um njósnirnar hafi verið Jón Óttar Ólafsson sem Hrafn kallar Samherja-goon. 

„Hversu triggerandi ætli það hafi verið fyrir hann að sjá „Helgi Seljan” á símanum aftur? Hlýtur að vera erfitt að vera sífellt ownaður af sama manninum.

Það sem er samt kannski fyndast er að þetta á að vera tindurinn á íslensku samfélagi; auðugustu menn landsins, stærstu fyrirtæki landsins. Ættu að hafa öll möguleg tækifæri til þess að fremja fullkomna glæpi en það besta sem við fáum eru þessir Fargoesque trúðar sem klúðra öllu sem þeir koma nálægt. Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“