fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Arnari Þór var slaufað: „Á heimleiðinni rann upp fyrir mér að enginn þingmaður XD hafði talað við mig allt kvöldið“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. apríl 2025 15:30

Arnar Þór Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að honum hafi í raun verið slaufað þegar hann greiddi atkvæði gegn flokkslínum í umdeildu leigubílafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar árið 2022.

Markmið frumvarpsins voru að rýmka þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl. Nokkuð hefur verið rætt um stöðu mála á íslenskum leigubílamarkaði að undanförnu, meðal annars í tengslum við erlendan leigubílstjóra sem á dögunum var sakfelldur fyrir nauðgun.

Þá vakti athygli þegar greint var frá því hjá RÚV að kaffistofa leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli væri nú notuð sem bænahús af erlendum leigubílstjórum.

Í tilefni af seinni fréttinni rifjar Arnar Þór upp varnaðarorð sín sem hann sagði í ræðu á Alþingi skömmu áður en lögin voru samþykkt.

„Virðulegi forseti. Það er engin dyggð í því fyrir löggjafarþing að buna út lögum að nauðsynjalausu og mér sýnist að það sé einmitt að gerast hér. Verið er að setja hér lög með hálfum huga því að þingið er nýbúið að samþykkja hér áðan að hefja skuli endurskoðun þessara laga eigi síðar en 1. janúar 2025.

James Madison var fjórði forseti Bandaríkjanna. Hann var einn af þeim sem komu að samningu stjórnarskrár Bandaríkjanna sem hefur verið höfð að fyrirmynd vestrænna stjórnarskráa síðan. Hann varaði við því að löggjafarþing voguðu sér að reyna að drekkja almenningi í því sem hann kallaði pappírsstormi. Hér er verið að setja lög um heila stétt að því er mér virðist án nokkurra skýrra forsendna. Það gildir nú bara hið fornkveðna að betri er krókur en kelda. Ég vara við því að þetta sé gert og segi nei.”

Þá birtir hann tíst sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi ráðherra háskólamála, birti eftir að lögin voru samþykkt.

Arnar Þór segir að tístið hafi ekki elst sérlega vel, enda hafi verið fyrirsjáanlegt að með breytingum á lögum um leigubíla hafi verið að tefla margvíslegum hagsmunum í hættu að óþörfu. Tekur hann svo fram að hann og Birgir Þórarinsson hafi verið einu þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem lögðust gegn frumvarpinu.

Hann rifjar svo upp það sem gerðist eftir atkvæðagreiðsluna:

„Í tilefni af þeirri sorglegu stöðu sem upp er komin er engin ástæða til annars en að segja frá frá því hér að eftir atkvæðagreiðsluna héldu stjórnarliðar lauflétta samkomu í skrifstofum þingsins handan við Austurvöllinn. Þar átti ég góð samtöl við viti borið fólk úr öðrum flokkum, m.a. Lilju Alfreðsdóttur úr Framsókn og Bjarna Jónsson úr VG, en á heimleiðinni rann upp fyrir mér að enginn þingmaður XD hafði talað við mig allt kvöldið, fyrir utan auðvitað Birgi Þórarinsson. Og þannig, góðir Íslendingar, virkar þetta í framkvæmd: Ef þú kýst ekki eftir flokkslínunni – jafnvel þótt frumvörpin séu glórulaus og heimskuleg – þá ertu ekki með í partýinu. Stjórnarskrárákvæði 48. gr. um að þingmenn séu „eingöngu bundnir við sannfæringu sína“ er þannig vanvirt í framkvæmd þar sem flokksræði yfirtrompar þingræðið.

E.S. Eftir þessa atkvæðagreiðslu var ég aldrei aftur kallaður inn sem varaþingmaður hjá XD, því menn sem vilja fylgja sannfæringu sinni eru illa þokkaðir af í stjórnkerfi sem lýtur flokksræði.”

Ath. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var sagt að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefði verið flutningsmaður frumvarpsins. Það er rangt og beðist er velvirðingar á missögninni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“