fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Hvatt til sérstakrar varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 14. apríl 2025 13:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum varar við hættu á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi.

Lögreglan á Suðurnesjum vill vekja athygli almennings á að til staðar eru aðstæður sem kalla á sérstaka varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi.

Vegna nýrra sprungna í Valahnúk við Reykjanestá hefur verið ákveðið að vara við ferðum þangað þar til málið hefur verið metið af sérfræðingum og öðrum viðeigandi aðilum. Unnið er að því að meta öryggi svæðisins og verða frekari upplýsingar gefnar út eftir því sem málið þróast. Varað hefur verið við sprungum í Valahnúk síðan 2016. Valahnúkur er veikur móbergsstapi þar sem sífellt molnar úr brúnum og hefur gert í áratugi. Varúðarskilti er við upphaf göngustígs á hnúkinn og að auki er stígurinn lokaður með girðingu. Reykjanesbær hefur gert ráðstafanir til að auka í merkingar á staðnum vegna þessa.

Í fréttatilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum er einnig varað við jarðsigi eða holumyndun í nágrenni Brúarinnar milli heimsálfa. 

Þær geta verið torfærar og hugsanlega erfiðar að greina, sérstaklega í slæmu skyggni. Ferðamönnum er því bent á að fara með gát og halda sig á merktum gönguleiðum á svæðinu.

Við minnum á að þessi tilkynning er sett fram í varúðarskyni og biðjum fólk um að sýna aðgát og virða merkingar og fyrirmæli á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi