fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Hryðjuverkaógn á Íslandi – Segja einstaklinga hér á landi langa og geta framið voðaverk

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér nýja skýrslu vegna mats deildarinnar á þeirri hættu sem sögð er stafa af hugsanlegum hryðjuverkum á Íslandi. Í skýrslunni er hryðjuverkaógn sögð hafa aukist lítillega frá því að skýrsla um hana var gefin út á síðasta ári. Hún sé þó enn á þriðja stigi af fimm. Í skýrslunni er gerð ítarlega grein fyrir í hverju deildin telur hryðjuverkaógnina helst felast en í henni kemur meðal annars fram að hér á landi séu einstaklingar sem hafi getu og vilja til að fremja voðaverk af þessu tagi.

Samkvæmt skýrslunni er þriðja stig hyrðjuverkaógnar skilgreint sem aukin ógn og að til staðar sé ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka. Telur deildin einstaklinga sem tengjast ofbeldisfullri hægri öfgahyggju líklegasta til að skipuleggja og/eða framkvæma hryðjuverkaárásir.

Segir í skýrslunni að matið á hryðjuverkaógninni gegn Íslandi 2025 sé ekki verulega frábrugðið mati síðasta árs, óvissuþættir hafi aukist, en hryðjuverkaógnin sé þó enn talin á þriðja stigi. Ógnin gegn Íslandi árið 2025 stafi fyrst og fremst frá ofbeldissinnuðum einstaklingum sem starfi í litlum hópum eða einir síns liðs og sæki hvatningu í ofbeldisfullan áróður hægri öfga. Segir því næst í skýrslunni:

„Lögregla á Íslandi býr yfir upplýsingum um einstaklinga sem telja verður hættulega samfélaginu þar sem viðkomandi búa yfir bæði löngun og getu til að fremja voðaverk.“

Internetið

Umræddum einstaklingum er ekki lýst nánar en greiningardeildin segist sjá þess merki að andlýðræðislegri og öfbeldisfullri öfgahyggju eins og hugmyndum hvítrar kynþáttahyggju sé að vaxa ásmegin ekki síst í afkimum internetsins, til dæmis á lokuðum spjallborðum og samskiptamiðlum.

Greiningardeildin lýsir í skýrslunni yfir sérstökum áhyggjum af ungmennum sem séu meðlimir á netvöngum þar sem innræting hægri öfgahyggju fari fram. Deildin segist hafa vitneskju um íslensk ungmenni sem séu virk á slíkum vettvöngum með þeim afleiðingum að sum þeirra þrói með sér löngun til að fremja hryðjuverk. Talið sé hugsanlegt að einstaklingar eða litlir hópar hægri öfgasinna reynist tilbúnir til að ráðast með ofbeldi gegn samfélaginu í nafni pólitískrar hugmyndafræði.

Deildin segist draga þá ályktun af fyrirliggjandi upplýsingum að ofbeldishneigðir öfgamenn á hægri kanti stjórnmálanna muni á árinu líklega skapa mesta ógn hvað hryðjuverk pólitískra hópa eða einstaklinga, í hinum vestræna heimi, varði. Sérstakar áhyggjur veki fjölmargir netvangar þar sem ungmenni séu áberandi meðal þátttakenda og þar sem fram fari skipulagður áróður gegn stefnu stjórnvalda á Vesturlöndum í málefnum ýmissa minnihlutahópa svo sem flóttafólks, umsækjenda um alþjóðlega vernd, hinsegin fólks, múslima og gyðinga.

Skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn á Íslandi er hægt að nálgast í heild sinni hér.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu